Jói
Í dag verður Jói maðurinn hennar Röggu okkar í Bankó jarðaður. Eins og við vitum flest kvaddi Jói okkur fyrir um rúmri viku síðan og langar mig til þess að við kveðjum hann hér. Jói var mikill vinur og mikill áhugamaður um kaffi, þetta er öruggleg einn sá besti kaffibarþjónn sem ég veit um á heimilis vél, og hann bar mikla virðingu fyrir okkur öllum kaffibarþjónunum.
Mig langar bara að kveðja þig í dag þar sem ég get ekki mætt á jarðaförina. En ég mun hugsa stíft til þín í dag og ekki síst fjölskyldunar sem þú lætur eftir þig. Ragga ég veit vel að þú átt eftir að finna styrkin til þess að koma sterk út úr þessu en mundu bara að þú átt góða að ALLSTAÐAR sem hugsa til þín og ykkar.
Þín vinkona Kristín
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég vil senda alla mína samúð frá México Ragga mín,
þúsund kossar og faðmlög á klakann
Dússý
Skrifa ummæli