Heiða er í nýju vinnunni sinni og það er rosa stuð hérna á göngudeild fyrir gamalt fólk með minnisglöp og fleira skemmtilegt....
Ég hélt að það yrði kannski meira að gera en svo að ég næði að skoða slúðursíður og blogga :/
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
Mama I'm coming home
Þetta lag er þarna bara af einni ástæðu og sú ástæða er ekki kynþokki Ozzy Ozzbourne, onei, að honum ólöstuðum.
Ég er að hugsa til heimferðar og hlakka til að hitta ykkur í jafnsveittu partýi og sést þarna í myndbandinu. (Btw...late 80's - early 90's rokk verður sífellt skringilegra í mínum augum. Hárið, tískan, fílíngurinn. Samt bara allveg eins og klippt útúr Wayne's World myndunum.)
Veriði sæl og blessuð.
Kveðja, Sally O'Mally
laugardagur, ágúst 16, 2008
þriðjudagur, ágúst 12, 2008
Urgh
Ég sem ætlaði að vera svo kúl og halda uppá afmælið mitt á Prikinu, en ekki virðist það ætla að ganga eftir (þeir bókuðu einhvern annann á mína dagsetningu á meðan ég beið eftir staðfestu frá þeim!)
Svo við djömmum ekki á Prikinu þegar ég held upp á mitt afmæli, kei?
Allir að taka frá laugardagskvöldið 30. ágúst - það verður eitthvað gott partý þá!
Svo við djömmum ekki á Prikinu þegar ég held upp á mitt afmæli, kei?
Allir að taka frá laugardagskvöldið 30. ágúst - það verður eitthvað gott partý þá!
fimmtudagur, ágúst 07, 2008
Ný gleraugu...
Ég er að reyna að kaupa mér ný gleraugu...eða réttara sagt, ég er að reyna að finna gleraugu til að fá í afmælisgjöf. Ehem...
Það er ekki að ganga sem best, ég er búin að máta margt en ekkert gengið hingað til. Í dag eftir vinnu skellti ég mér aðra ferð í Optical studio í Smáralind og ákvað í þetta skiptið að leyfa afgreiðslustúlkunni að aðstoða mig.
Ég sagði að ég væri að leita að einhverju öðruvísi en þeim gleraugum sem að ég á og hef átt undanfarin ár. (Ég hef semsagt haldið mig við sama stíl undanfarin ár og langar að breyta til). Stelpan varð voða glöð og vildi endilega sýna mér það allta nýjasta og heitasta fyrir veturinn (ég var nú næstum búin að segja að þau yrðu samt að vera ekki of sérstök því ekki get ég keypt mér ný gleraugu fyrir hvern vetur...draumurinn sem að það væri).
Well, allavega...hún kom með nokkrar spangir og sagði mér að þær væri sjóðandi hott og væri sko alveg eins og gleraugun sem að þetta tiltekna tískumerki hefði verið með á markaði árið sextíuogeitthvað og áttatíuogeitthvað. ALVEG EINS...SKO! Well...og þau voru alveg eins...ég tók myndir af mér með öll gleraugun því ekki sé ég mig í spegli án styrkleika og well...þau fyrstu voru hræðileg...bara alveg disaster! Ég vissi það nú reyndar alveg því ekki voru þær fallegar í hendi.
Og þá er komið að tilgangi þessa pósts: Ljósmyndin var það hræðileg af mér að ég dirfist ekki að pósta henni á veraldarvefinn en ykkur til gleði og ánægju ákvað ég að rissa myndina upp og láta fylgja:
(njótið)
Það er ekki að ganga sem best, ég er búin að máta margt en ekkert gengið hingað til. Í dag eftir vinnu skellti ég mér aðra ferð í Optical studio í Smáralind og ákvað í þetta skiptið að leyfa afgreiðslustúlkunni að aðstoða mig.
Ég sagði að ég væri að leita að einhverju öðruvísi en þeim gleraugum sem að ég á og hef átt undanfarin ár. (Ég hef semsagt haldið mig við sama stíl undanfarin ár og langar að breyta til). Stelpan varð voða glöð og vildi endilega sýna mér það allta nýjasta og heitasta fyrir veturinn (ég var nú næstum búin að segja að þau yrðu samt að vera ekki of sérstök því ekki get ég keypt mér ný gleraugu fyrir hvern vetur...draumurinn sem að það væri).
Well, allavega...hún kom með nokkrar spangir og sagði mér að þær væri sjóðandi hott og væri sko alveg eins og gleraugun sem að þetta tiltekna tískumerki hefði verið með á markaði árið sextíuogeitthvað og áttatíuogeitthvað. ALVEG EINS...SKO! Well...og þau voru alveg eins...ég tók myndir af mér með öll gleraugun því ekki sé ég mig í spegli án styrkleika og well...þau fyrstu voru hræðileg...bara alveg disaster! Ég vissi það nú reyndar alveg því ekki voru þær fallegar í hendi.
Og þá er komið að tilgangi þessa pósts: Ljósmyndin var það hræðileg af mér að ég dirfist ekki að pósta henni á veraldarvefinn en ykkur til gleði og ánægju ákvað ég að rissa myndina upp og láta fylgja:
(njótið)
miðvikudagur, ágúst 06, 2008
Núna er ég nýkomin frá Eyjum og ég verð bara að mæla með að allir fari á Þjóðhátíð! Allavega meðan fólk er barnlaust og er alveg sátt við að vera á rassgatinu 4 kvöld í röð.
Ég er líka komin með plan fyrir næstu verslunarmannahelgi - við tökum bara gott Kaffitársdjamm í Eyjum. Eru ekki allir game eða?
Ég er samt ekki viss hvort ég sé enn þunn eða bara svona asskoti þreytt...
Ég er líka komin með plan fyrir næstu verslunarmannahelgi - við tökum bara gott Kaffitársdjamm í Eyjum. Eru ekki allir game eða?
Ég er samt ekki viss hvort ég sé enn þunn eða bara svona asskoti þreytt...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)