mánudagur, júní 09, 2008

Lag Sumarsins??

Jæja ógeðslega, frábæru, töff, röff, mega flottu kaffibarþjóna vinir mínir!
Hvað mynduð þið segja að væri lag/lög sumarins? Hingaðtil og áfram út sumarið?

Ég treysti á ykkur til að fullkomna sumarlagalistann minn.

Ég vil sól, ég vil sumar, ég vil ferskur kokteill sound, ég vil tvöfaldan koffínlausan Jöklakaffi með sykurlausu kókossírópsbragði sound.
Ég vil ANANAS!

Þessi eru allavega komin á listann núþegar:
Lykke Li - I'm Good, I'm Gone

MGMT - Electric Feel (Alvöru myndbandið er hér. Skemmtilega vandró en mjög flott samt.)

Snook - Längst Fram I Taxin (4 ára gamalt en ógó töff)

Ida Maria - Stella (Verð bara að hafa eitthvað norskt, fullt til af fínni norskri tónlist)


Jæja koma svo tónlistarunnendur og partýljón!
(Salvör bindindismanneskja ætlar allavega ekki að láta partýlögin fara fram hjá sér þó það verði lítið um partýin sjálf)

Lovjús and högs frá Sallíbín

Engin ummæli: