föstudagur, nóvember 21, 2008

frædei

Jæja börnin góð
Þá er kominn föstudagur enn eina ferðina, eg er búin að bíða eftir þessum degi í heila viku! En núna er einmitt kominn tími á smá fróðleik :)

Þegar Robert Louis Stevenson dó árið 1894 ánafnaði hann vinkonu sinni afmælisdegi sínum, 13. nóvember. Henni fannst svo leiðinlegt að eiga afmæli á jólunum.

Ekki amalegt það..en gaman að segja frá því að He-man er í Smáralindinni í þessum töluðu orðum

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Írland eftir 10 mánuði


Hvað segiði þarna hinum megin?

Versta kaffi í heimi í skólanum hans Scott, varð að taka mynd af því!

Ég er í svaka fíling hérna, ennþá uppí rúmi að spila World of Warcraft.

Buxurnar mínar rifnuðu utan af mér um daginn, búinn að leggja á smá pínu.

Orðið rigning og nafnið Írland eru komin af sömu forngermönsku sögninni írig sem þýðir rennandi blautt.

Maður venst vonda matnum, ég get núna ekki lifað án full irish breakfast

Nánast enginn hérna klæðist svona 101rvk style, sem er ekki nógu gaman. En það er fullt af nackers, beggars, gypsies og travelers.

(vá hættiði bara að lesa núna þessi færsla er í þann mund að verðða hund leiðinleg)

Nackers: Ganga um í jogginggöllum, hvítum íþróttasokkum yfir joggingbuxunum, hvítum íþróttaskóm, hárið sítt að aftan, stutt gelað beint uppíloft ofaná (stelpurnar ofmálaðar og í tagl). Ganga um biðjandi um sígarettur, ávalt blind full. Hlusta á leiðinda rapptónlist úr gemsunum sínum í strætó.

Beggars: Nackers sem hafa verið hent út, útúrdópaðir en meinlausir. Sitja allstaðar með pappaglösin sín. Hef heyrt að þeir græði slatta, eða það segir vinkona mín sem er úr hverfinu sem þeir flestir koma frá.

Gypsies: Eftir að Rúmenía fór í ESB hafa fullt af frábærum rúmönum komið til Írlands, æðislegt fólk. Og með þeim komu sígaunarnir. Sígaunar hafa bara einn hlut sameiginlegt með Esmeröldu úr Disney,... hárliturinn. Þetta fólk er óþolandi, sitja útum allt með krakkana sína í fanginu að betla. Krakkarnir yfirleitt sofandi, hef heyrt að þeir svæfi börnin, veit ekki hvort það er satt. Fara líka í búðir og þykjast skoða meðan krakkarnir stela. Mennirnir eru vasaþjófa víst, hef ekki orðið var við þá svo mikið samt.

Travellers: Þeir eru írskir sígaunar eða flakkarar, búa í hjólhýsum og reyna að lifa af án þess að gera neitt gagn í þjóðfélaginu. "Gera við" vaskinn heima hjá þér svo hann bili aftur. Þykjast allment vera viðgerðamenn. Þeir eru eins og sígaunarnir og velja þetta líferni.

En írar eru hið besta fólk fyrir utan þetta, maður þarf bara að vita hvar á að leita, og læra að hunsa betlarana.

Ætlar enginn að koma í heimsókn?

föstudagur, nóvember 14, 2008

Föstudags fróðleikur

Jæja...það eru allir svona duglegir að posta á bloggið okkar hmm...
Í tilefni af deginum í dag ætla ég að skjóta hér inn smá fróðleik :)
  • Crayola-vaxlitir koma í 120 litum: 23 mismunandi rauðir, 20 grænir, 19 bláir, 16 fjólubláir, 14 appelsínugulir, 11 brúnir, 8 gulir, 2 gráir, 2 koparlitaðir, 2 svartir, 1 gylltur, 1 silfraður og 1 hvítur

Já, þar hafið þið það lömbin mín

föstudagur, nóvember 07, 2008

föstudags skemmtifrétt

Í alvöru talað krakkar...
svo er alltaf sagt að unglingarnir séu verstir...
ég held því statt og stöðugt fram að það sé gamla fólkið

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/11/07/afbrotum_eldri_borgara_i_japan_fjolgar/