fimmtudagur, júlí 30, 2009

Jæja Þá

Heyriði mig nú!

Það er bara ekkert að gerast hér og samt allir á klakanum.

Ég og Héðinn erum orðnir Jedi meistarar og erum kominn með unga Padwan í þjálfun. Padwaninn okkar er hún unga og Force-mikla Elisabeth (silent H). Ætlum við að þjálfa þennan unga huga í listum Kaffibarþjóna og þegar hún verður komin á leiðarenda mun hún sigra heiminn sem Kaffibarþjóna Jedi Dauðans. Kristín Vader var að reyna að fá hana yfir í sitt lið en munum við nota hið góða Force og Ástríðubaunina til að halda henni á hinni björtu leið og mun hún sigra Sith Meistarann Mikla KRISTÍNU!


Annars er Verslunarmannahelgin að nálgast "madfly" og er opið alla dagana í the Death Star (Bankó) og skellum við okkur allir innipúkarnir þangað er það ekki bara?

Kata og Heiða hafa verið sendar í útlegð í Heimaey þessa miklu helgi og neyðast þær til að hella uppá ofaní fulla þjóðhátíðargesti, þar á meðal Han Solo og Chewie (Harpa og Hörður Ljósmyndari)


Við erum farin að selja áfengi í Höfðatorgi, bjórinn á 600 kall, ekki slæmt! Fínt að koma þangað á frídögum og setjast út með einn kaldan í sólina, ha?!

Nenni ekki meiru í Bili

May the Force be with you!!!!

3 ummæli:

Ingibjörg Ferrer sagði...

Ohh, maxi big da Force. Well dat smells stinkowiff.

Kolbrun Yr sagði...

Mér finnst ég eiga skilið að fá minn eigin titil! En en...ég man ekki star wars í augnablikinu og get því ei fundið neinn...!...Hugmyndir?

En ég mæli með Chad Vader á youtube (hann er bróðir Darth Vader og vinnu í stórvöruverslun)!

Ingibjörg Ferrer sagði...

Logi geimgengill er nú, as we speak, að hljóta busun og hvar eru jedi meistararnir þegar hann/hún þarf á því mest að halda?