Jæja ég lét loksins verða af þessu en eins og þið vitið flest þá virkar þetta bara ekki fyrr en maður er tilbúinn að viðurkenna þetta fyrir sjálfum sér öðruvísi nær maður ekki bata ....
ég heiti Sigrún Jóna og ég get ekki hætt að drekka vont kaffi, þetta byrjaði allt saman þegar ég fór í háskólann og ekkert almennilegt kaffi var að fá í margra kílómetra fjarlægð. Allt fór hægt af stað ég fór að fá sopa hjá hinum og þessum bara svona einn og einn til þess að ylja mér aðeins, síðan var ég farin að kaupa mér kaffibolla 2-3 í viku en áður en ég vissi af voru þeir orðnir margir á dag og ég var meira að segja gengin í kaffiklúbbinn í Odda. Dag og nótt gat ég ekki beðið eftir því að mæta í skólann og stundum var ég komin kl átta þegar að húsið opnaði þó svo að ég væri ekki einu sinni í tíma þann daginn. Það eina sem ég gat hugsað um var röðin af kaffibrúsunum sem stóð á afgreiðslubekknum, glansandi gráir að utan en að innan lá svart kaffið í illaþvegnum umhverfi sem hafði aldrei kynnst "dippi" né rörabusta og stundum var það búið að liggja þar í meira en 5 tíma áður en að það var farið að pumpa því úr brúsunum í plastbollana merktum Gevalia. Ég veit að lýsingarnar eru hryllilegar en ég bara get ekki....
já ég bara get ekki lengur verið án ykkar
Ég heiti Sigrún Jóna og er tuttugu og fimm ára
ég er fædd 28.febrúar 1981 ég er í fiskamerkinu og finnst gaman að fara í bað
ég er fyrrverandi kaffibarþjónn og ævarandi kaffielskandi
í vetur ætla ég að ljúka BA í frönsku frá HÍ svo ég verð mjög upptekin í vetur ( krossleggja fingur)
allt gott kaffi er gott kaffi en bestur finnst mér stór macchiato
miðvikudagur, september 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ Sigrún Jóna
Skrifa ummæli