mánudagur, október 02, 2006

Mánudagur 2. okt 2006!!!!

Ég er í fríi í dag og vil að þið vitið hvað er að gerast í Reykjavík í dag...

Ég vaknaði klukkan ellefu eftir 15 tíma svefn og fór í Baldur's Gate í klukkutíma. Þarnæst rölti ég í kringluna fékk mér morgunmat og reifaði um á internetinu þangað til Kolbrún kom og sótti mig, áður en Kolbrún kom var kona sem bað mig um hjálp að komast á internetið og lofaði mér að kaupa gjöf handa mér í París í staðin.

Við Kolbrún keyrðum niðrí bæ og fórum í Hafnarhúsið að skoða misgóðar listasýningar. Eftir það fórum við að bílnum og föttuðum að við höfðum gleymt að setja í stöðumælinn en engin sekt svo við erum alveg 1500 kr í plús! jej!

Síðan og svo gaf Kolbrún mér örbylgjuofn sem bróður afa hennar hafði átt, sem kom sér svo vel því ég á ekki ísskáp, mamma hennar skutlaði okkur svo heim til mín með ofninn og svo niðrí bæ.

Við fórum á bókasafnið í of langan tíma og svo á Kaffibrennsluna. Á leiðinni þangað var fullur róni sem sagði mér að vera góður við konuna mína og ég bara sagði já!

Jan kom á Brennsluna, og við erum búin að vera að hneikslast af einni hommsunni hérna sem er búinn að vera að spreyja á sér hárið og taka cat-walk hérna fram og tilbaka til að sýna hækjunum sýnum... VANDRÆÐALEGT!! AULAHROLLUR!!

Erum núna að tala um typpi...

2 ummæli:

kristin sagði...

Virdist hafa verid ædislegur dagur

Kolbrun Yr sagði...

jám kristín það vantaði bara þig...