Og það er komin desember, mikið er tíminn fljótur að líða alltaf bráðum verð ég bara komin með sigin brjóst og tásveppi og farin að fara í sundsleikfimistíma á morgnana með gamla stærðfræðikennaranum mínum. Kannski er þetta aðeins of dramatískt en jæja það erum komin próf svo ég hef fullan rétt til að vera óyfirgengilega hádramatískur gelgjustaur!
Næsta próf á dagskrá er heimspeki og ég verð bara að viðurkenna að það er ekki mitt uppáhaldsfag enda finnst mér spurningar eins og "Útilokar gagnrýnin hugsun trú?" og "Er sannleikurinn sem slíkur einhvers virði?" ekki svo spennandi viðfangsefni kannski að því að ég bara nenni þessu ekki, hver veit! Ég viðurkenni nú samt að stærðfræði með öllum sínum markgildum, lokuðu mengjum o.s.fr. hljómar bara mjög spennandi í augnablikinu en þar sem augnablikið er afstætt í tíma er þetta sennilega bara spenna sem fellur síðan um sjálfa sig!
Ég held ég sé búin að drekka of mikið kóka light í dag ;( takið ekki mark á neinu sem ég segi! Held ég þurfi að fá mér kaffi, latte hljómar vel í augnablikinu þá helst með 1,5-2,0 mm froðu!
Skemmtið ykkur vel í jólatónlistinni er ekki nýtt lag með birgittu eða í svörtum fötum eða eitthvað álíka upplífgandi!
þriðjudagur, desember 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég skil þig svooo vel:P jólaangistinn er að fara að hellast yfir mig soooon... um að gera að passa sig, ég ætla að halda í jólagleðina eins lengi og ég get helst fram á næsta ár! - hver elskar ekki jólin þrátt fyrir alla geðveikina? :)
Ég er að springa það er svo mikill jólafílingur í minni en kannski er það að ég hef lítið annað að gera en að lesa stærðfræði og hlakka til jólanna. Verð samt að viðurkenna að ég sakna þess pínuð að vera ekki að vinna í desember því þrátt fyrir alla geðveikina þá hef ég alltaf lúmskt gaman að því að vinna í þessum mánuði
Skrifa ummæli