föstudagur, júlí 04, 2008

FÖSTUDAGSFRÓÐLEIKUR !!!

júbb..klukkan er alveg að verða tólf svo að ég er á síðasta séns með fróðleikinn minn góða ;)
En þar sem ég er ekki búin að vera neitt dugleg að senda fróðleik undanfarnar vikur ákvað ég að setja bara inn nokkra mola í dag......

- Ef O2 (Millenium dome) í London væri snúið á hvolf þyrfti 3,8 milljarða lítra af BJÓR til að fylla það.
- Halleys Comet sést næst 2.061.
- Jarðskjálftinn í San Francisco 1906 jafngilti 12.000 kjarnorkusprengjum eins og varpað var á Hiroshima.
- Svín eru einu dýrin fyrir utan menn sem sólbrenna.
- Það þarf 19-27 lítra af vatni til að sturta niður úr klósetti. Ónýtt klósett getur lekið næstum 189 lítrum á dag, eða 68.000 lítrum á ári.
- Krani sem lekur 1 dropa á sekúndu, lekur 3.400 lítrum á ári.
- Þegar enginn er að bíða talar fólk að meðaltali í 90 sekúndur í almenningssíma, en þegar einhver er að bíða talar fólk hins vegar að meðaltali í 4 mínútur.

Já skemmtilegur fróðleikur þar á ferðinni..

Fyrst ég er á annað borð byrjuð á þessum skemmtilegheitum ætla ég að kynna ykkur fyrir nýja málshættinum mínum sem ég samdi í gær:
Það versnar enginn dagurinn við pylsubitann :)

Jæja, skáldið kveður og hlakkar mikið til að drekka bjór á morgun ;)

2 ummæli:

kristin sagði...

mér finnst þetta svo merkilegt með allt vatnið sem lekur.
Hlakka til að drekka bjór með þér á morgun Kata litla afmælisbarn

Nafnlaus sagði...

hahahah! mér fannst best að svín sólbrenna!

...mmmmm beikon.