föstudagur, júlí 25, 2008

Æhii...

Kolbrún: Góðan daginn

Manni: Daginn

K: Get ég aðstoðað?

M: Já, Segðu mér er þetta ferðapressukanna? (heldur á kafftár ferðapressukönnu sem hægt er að skipta um mynd í)

K: Já það er rétt

M: En þetta? (bendir á venjulegt kafftár ferðamál sem hægt er að skipta um mynd í)

K: Þetta er venjulegt götumál. Það er hægt að skipta um mynd í því...

M: Já sniðugt...Segðu mér hvernig er að freyða í þessu?

K: Freyða? ehh...Þetta er bara ferðamál. Þú getur fengið freyðara í kringlunni. Við erum með...

M: Já nei sko, ég er nú vanur að freyða bara með svona stút heima en stundum vantar mig eitthvað svona til að grípa bara með mér.

K: Já ehm...Það er ekki hægt að freyða í þessu. Þetta er bara til að ferðast með kaffi sem að þú setur í heima hjá þér eða kaupir tildæmis hjá okkur. Ferðapressukönnurnar eru...

M: Já nei nei nei, ég veit það. Ég er bara að spurja þig hvort að þú vitir hversu gott er að freyða í þessu!!

K: ehm...

M: Heyrðu gefðu mér bara einn Latte til að taka með, ég skoða þetta bara seinna.

K: Já, það gera 380 krónu takk fyrir...


Þetta var ævintýrið mitt í Lágmúla í dag...

4 ummæli:

kristin sagði...

priseless.....segi ekki meir

Kartaflan sagði...

fyndið...ég hef lennt í svipuðu
það er alveg ótrúlegt hvað er til mikið af stupid people

harp sagði...

tryllt....

Nafnlaus sagði...

en þú reyndir allavega að frædða manninn skv. stefnu fyrirtækisins:D
Kv. Jóhanna