miðvikudagur, desember 09, 2009
miðvikudagur, nóvember 25, 2009
fimmtudagur, nóvember 05, 2009
laugardagur, október 24, 2009
þriðjudagur, október 13, 2009
laugardagur, október 10, 2009
Hvað bollinn segir um manneskjuna
Gat ekki varist því að hlusta á meðan Ingibjörg var að horfa á „You've got mail“, þegar Joe Fox fór að tala um Starbucks.
The whole purpose of places like Starbucks is for people with no decision-making ability whatsoever to make six decisions just to buy one cup of coffee. Short, tall, light, dark, caf, decaf, low-fat, non-fat, etc. So people who don't know what the hell they're doing or who on earth they are, can, for only $2.95, get not just a cup of coffee but an absolutely defining sense of self: Tall! Decaf! Cappuccino!Fannst þetta hitta beint í mark. Það skrifar engin handrit eins og Norah Ephron. Enda Óskarsverðlaunahafi.
fimmtudagur, október 01, 2009
fimmtudagur, júlí 30, 2009
Jæja Þá
Heyriði mig nú!
Það er bara ekkert að gerast hér og samt allir á klakanum.
Ég og Héðinn erum orðnir Jedi meistarar og erum kominn með unga Padwan í þjálfun. Padwaninn okkar er hún unga og Force-mikla Elisabeth (silent H). Ætlum við að þjálfa þennan unga huga í listum Kaffibarþjóna og þegar hún verður komin á leiðarenda mun hún sigra heiminn sem Kaffibarþjóna Jedi Dauðans. Kristín Vader var að reyna að fá hana yfir í sitt lið en munum við nota hið góða Force og Ástríðubaunina til að halda henni á hinni björtu leið og mun hún sigra Sith Meistarann Mikla KRISTÍNU!
Annars er Verslunarmannahelgin að nálgast "madfly" og er opið alla dagana í the Death Star (Bankó) og skellum við okkur allir innipúkarnir þangað er það ekki bara?
Kata og Heiða hafa verið sendar í útlegð í Heimaey þessa miklu helgi og neyðast þær til að hella uppá ofaní fulla þjóðhátíðargesti, þar á meðal Han Solo og Chewie (Harpa og Hörður Ljósmyndari)
Við erum farin að selja áfengi í Höfðatorgi, bjórinn á 600 kall, ekki slæmt! Fínt að koma þangað á frídögum og setjast út með einn kaldan í sólina, ha?!
Nenni ekki meiru í Bili
May the Force be with you!!!!
Það er bara ekkert að gerast hér og samt allir á klakanum.
Ég og Héðinn erum orðnir Jedi meistarar og erum kominn með unga Padwan í þjálfun. Padwaninn okkar er hún unga og Force-mikla Elisabeth (silent H). Ætlum við að þjálfa þennan unga huga í listum Kaffibarþjóna og þegar hún verður komin á leiðarenda mun hún sigra heiminn sem Kaffibarþjóna Jedi Dauðans. Kristín Vader var að reyna að fá hana yfir í sitt lið en munum við nota hið góða Force og Ástríðubaunina til að halda henni á hinni björtu leið og mun hún sigra Sith Meistarann Mikla KRISTÍNU!
Annars er Verslunarmannahelgin að nálgast "madfly" og er opið alla dagana í the Death Star (Bankó) og skellum við okkur allir innipúkarnir þangað er það ekki bara?
Kata og Heiða hafa verið sendar í útlegð í Heimaey þessa miklu helgi og neyðast þær til að hella uppá ofaní fulla þjóðhátíðargesti, þar á meðal Han Solo og Chewie (Harpa og Hörður Ljósmyndari)
Við erum farin að selja áfengi í Höfðatorgi, bjórinn á 600 kall, ekki slæmt! Fínt að koma þangað á frídögum og setjast út með einn kaldan í sólina, ha?!
Nenni ekki meiru í Bili
May the Force be with you!!!!
laugardagur, júní 27, 2009
Krakkar!
Hold me closer tiny dancer
Count the headlights on the highway
Lay me down in sheets of linen!
you had a busy day today
Word to ya motha.
Count the headlights on the highway
Lay me down in sheets of linen!
you had a busy day today
Word to ya motha.
laugardagur, júní 06, 2009
fimmtudagur, júní 04, 2009
sunnudagur, maí 17, 2009
fimmtudagur, maí 14, 2009
Tvífarar?
mánudagur, maí 11, 2009
sunnudagur, maí 10, 2009
fimmtudagur, apríl 30, 2009
Haffi Gaga
Hann Hallgrímur og hún Mimra eru kannski júró-baristar en vissuði að hann Haffi okkar er Gaga-barista
Leitiði að Eh, Eh (Nothing else I can say) myndbandinu hennar Lady Gaga. Á 56. sekúndu situr Haffi kaffidrekkandi og veifar henni þar sem hún gengur hjá í bláum sundbol (hún er í bláum sundbol, Haffi er í 90s gallavesti)
laugardagur, apríl 25, 2009
sunnudagur, apríl 19, 2009
sunnudagur, apríl 05, 2009
þriðjudagur, mars 17, 2009
fimmtudagur, mars 12, 2009
Samskiptakerfi kaffibarþjóns í rituðu máli
Þetta sem ég er að fara að skrifa hefur lengi verið í bígerð í kollinum á mér. Ekki vegna þess að ég telji þetta nauðsynlegan lið í vinnunni á Kaffitári, þó þetta sé nú mjög hjálplegt í daglegri rútínu kaffibarþjónsins.
Ég skal viðurkenna þetta strax. Þetta er skrýtið, e.t.v. óþarflega flókið og mjög líklega óþarft. Þetta er hins vegar góð heimild fyrir hvað ég hef tekið upp sem gjaldgengan tjáningarmáta í vinnu minni sem kaffibarþjónn.
Ath. Samskiptakerfi kaffibarþjóna er breytileg eftir kaffihúsum og þar sem við á reyni ég eftir fremsta megni að geta þess ef „mállýskur“ eða samheiti eru til. Einnig er rétt að geta þess að hér miða ég einungis við Kaffitár, þar eð ég þekki ekki tjáningarmáta annarra kaffihúsa og reikna með að þau séu á margan hátt ólík því sem ég þekki.
Ritað mál
Ég hef ekki neina vísindalega tölu yfir hversu margir Post-It miðar eru skrifaðir á einu kaffihúsi á venjulegum degi. Það kæmi ekkert á óvart þó að venjulegur kaffibarþjónn skrifi á nokkra tugi gulra miða á hverjum degi svo það nálgaðist hundraðið (og færi létt með það). Post-It miðinn sem notast er við er ekki stór þó að oft þurfi hann að innihalda miklar og nákvæmar upplýsingar um kaffidrykk.
Þegar ég byrjaði hjá Kaffitári voru styttingar fyrir hinu og þessu gjörsamlega niðurnegldar. Í raun hefur skapast táknkerfi í kringum kaffidrykki sem hefur ótalmargt sameiginlegt með tungumáli. Berum þetta snöggvast saman:
Venjulegt orð á íslensku, með forskeyti, rót, viðskeyti og beygingarendingu:
forvitinn -> for-vit-in-n
Venjulegur pantaður kaffidrykkur skrifaður á Post-It miða:
Soja cappuccino með vanillusírópi til að taka með -> SoCapVan (út)
so (forskeyti) cap (rót) van (viðskeyti) (út) (beygingarending)
Frekar auðvelt. Þetta er líka frekar einfaldur drykkur. Það verður erfiðara að hluta þetta niður eftir því sem drykkurinn er flóknari.
Táknkerfi og styttingar í kaffidrykkjum
Eins og ég sé kerfið fyrir mér hljóta forskeytin í kaffidrykkjunum að innihalda upplýsingar um veigamestu frávikin frá venju drykksins, hvort sem það er spurning um mjólk, koffíninnihald eða stærð expressóskotsins.
Rót kaffidrykkjarins er augljóslega hvaða viðmið er haft til hliðsjónar. Rótin segir til um eðli drykkjarins; stærð, hitastig, hlutfall milli mjólkur, kaffis og annað sem fyrirfram hefur verið staðlað. Ef rótin er t.d. Cap (cappuccinó) ber það með sér að drykkurinn er blanda af kaffi, mjólk og froðu, er heitur og er minni en latte.
Viðskeytin eru viðbættar upplýsingar, oftast um hvaða síróp á að bæta út í kaffið, rjómi/án rjóma, hitastig eða magn ef það eru séróskir um slíkt.
Beygingarending hefur sambærilegt hlutverk í íslensku og í kaffidrykkjum: Að greina milli kynja.
Íslenska hefur þrjú kyn: Karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn.
Kaffidrykkir hafa einnig þrjú kyn: "Drekka hér", "Taka með" og hvorugkynið "Taka-með-en-drekka-samt-hér". Að taka postulínsbollan með sér er yfirleitt ekki í boði.
En hvernig virkar kerfið í raun og veru?
Hvernig á t.d. á skrifa niður á blað "koffeinlaus soja macchiató með tvöföldu skoti, minni mjólk og extra froðu og hálfu skoti af sykurlausri heslihnetu". Hér kemur táknkerfið að góðum notum:
Koffeinlaus er alltaf skrifað sem ÷ ("mínus") og ég hef vanið mig á að hafa þetta merki fremst í klausunni þar sem þetta er eiginlega mikilvægast.
Soja þýðir að í drykknum á að vera sojamjólk í staðin fyrir venjulega beljumjólk (í macchiató væri annars notuð G-mjólk). Til að spara mest pláss á miðanum er best að skrifa "so". "Soj" eða "Soja" sést jöfnum höndum á miðunum og fer þetta alveg eftir því hver skrifa og er alveg jafn skiljanlegt. Eðlilega.
Algengasta styttingin á macchiató er "makk".
Tvöfalt skot skilst á Kaffitári sem "stór expressó", þar eð tvöfaldur expressó er ekki fullkomlega tvöfaldur samkvæmt ströngustu skilgreiningum með tilliti til kaffimagns á móti vatni og þar frameftir götunum. Auk þess gefur þetta villandi skilaboð um að drykkurinn allur tvöfaldist í magni sem er alls ekki satt. Þetta er efni í aðra umræðu og tengist þessari bara lítillega. Það eina sem skiptir máli hér er að "Tvöfaldur macchiató" er tekið sem samheiti yfir "stór macchiató" og stytt oftast sem "smakk". Aðrar útgáfur geta verið t.d. "smacc" "smack" eða "s.makk" o.s.frv.
Minni mjólk hefur ennþá ekki fengið opinbera styttingu (þó ekkert að ofantöldu sé í rauninni "opinbert") og er venjulega skrifað fullum stöfum. Til eru dæmi um styttingar á borð við "mim" eða "minni mj." og tíminn hlýtur að úrskurða hvað stendur uppi á endanum ef við þurfum í vaxandi mæli að grípa til styttinga. Virkar á sama hátt og lýsingarorð.
Extra froða getur verið skrifað sem "x froða" eða einfaldlega "froða". Þetta viðskeyti ber alltaf með sér vissa áherslu því að viðskiptavinurinn biður sérstaklega um að passa vel upp á þennan þátt í drykknum. Virkar á sama hátt og lýsingarorð.
Hálft skot af sykurlausu heslihnetusírópi er í rauninni þríþætt viðskeyti. Það ber með sér magn, eðli og bragð. í sinni einföldustu mynd væri þetta viðskeyti bara nafn bragðsins, t.d. van(illa) eða kar(amella). Kaffibarþjónar Kaffitárs eru nær einhuga um að stytta þetta svo: "1/2 ÷ hazel" (reyndar skrifa sumir hesli eða haz en það er aukaatriði).
Hvernig röðum við þessu saman?
Eins og almennt með setningauppröðun býr einstaklingurinn við ákveðið frelsi og má setja einn hluta á undan eða á eftir öðrum og snúa öllu þess vegna á hvolf til að hámarka hugsanlegt listrænt gildi. Fyrir hámarksnýtni (sem er megin fókuspunkturinn hér) verður uppröðunin að "meika sens", þannig að sem flestir skilji án þess að hugsa í langan tíma.
Runan sem ég er búin að hluta niður hér fyrir ofan reynist mér best að skrifa svona:
÷sosmakk1/2÷hazel
minni mj.
x froða
Stundum verður ekki hjá því komist að skrifa hluta pöntunarinnar á eðlilegri íslensku. Sumir gætu viljað flóaða haframjólk í litla stálkönnu með rauðrunnateinu sínu. Aðrir gætu vel hugsað sér að setja smá heitt vatn í expressóinn áður en cappuccinómjólkin er sett útí. Margir ferðamenn vilja fá svolítið "lengdan" expressó (lungo, þegar vatnið er látið renna lengur í gegnum sama kaffið) Enn aðrir gætu fengið þá flugu í hausinn að biðja um latte en fá bollann með kaffinu sér og mjólkurkönnuna með nýfreyddri mjólkinni til hliðar svo að hann geti hellt sjálfur. Upplýsingar á borð við þetta geta auðveldlega afskræmst á Post-It miðum og betra að segja þeim sem er að vinna á kaffivélina nákvæmlega hver staðan er hverju sinni.
Ég skal viðurkenna þetta strax. Þetta er skrýtið, e.t.v. óþarflega flókið og mjög líklega óþarft. Þetta er hins vegar góð heimild fyrir hvað ég hef tekið upp sem gjaldgengan tjáningarmáta í vinnu minni sem kaffibarþjónn.
Ath. Samskiptakerfi kaffibarþjóna er breytileg eftir kaffihúsum og þar sem við á reyni ég eftir fremsta megni að geta þess ef „mállýskur“ eða samheiti eru til. Einnig er rétt að geta þess að hér miða ég einungis við Kaffitár, þar eð ég þekki ekki tjáningarmáta annarra kaffihúsa og reikna með að þau séu á margan hátt ólík því sem ég þekki.
Ritað mál
Ég hef ekki neina vísindalega tölu yfir hversu margir Post-It miðar eru skrifaðir á einu kaffihúsi á venjulegum degi. Það kæmi ekkert á óvart þó að venjulegur kaffibarþjónn skrifi á nokkra tugi gulra miða á hverjum degi svo það nálgaðist hundraðið (og færi létt með það). Post-It miðinn sem notast er við er ekki stór þó að oft þurfi hann að innihalda miklar og nákvæmar upplýsingar um kaffidrykk.
Þegar ég byrjaði hjá Kaffitári voru styttingar fyrir hinu og þessu gjörsamlega niðurnegldar. Í raun hefur skapast táknkerfi í kringum kaffidrykki sem hefur ótalmargt sameiginlegt með tungumáli. Berum þetta snöggvast saman:
Venjulegt orð á íslensku, með forskeyti, rót, viðskeyti og beygingarendingu:
forvitinn -> for-vit-in-n
Venjulegur pantaður kaffidrykkur skrifaður á Post-It miða:
Soja cappuccino með vanillusírópi til að taka með -> SoCapVan (út)
so (forskeyti) cap (rót) van (viðskeyti) (út) (beygingarending)
Frekar auðvelt. Þetta er líka frekar einfaldur drykkur. Það verður erfiðara að hluta þetta niður eftir því sem drykkurinn er flóknari.
Táknkerfi og styttingar í kaffidrykkjum
Eins og ég sé kerfið fyrir mér hljóta forskeytin í kaffidrykkjunum að innihalda upplýsingar um veigamestu frávikin frá venju drykksins, hvort sem það er spurning um mjólk, koffíninnihald eða stærð expressóskotsins.
Rót kaffidrykkjarins er augljóslega hvaða viðmið er haft til hliðsjónar. Rótin segir til um eðli drykkjarins; stærð, hitastig, hlutfall milli mjólkur, kaffis og annað sem fyrirfram hefur verið staðlað. Ef rótin er t.d. Cap (cappuccinó) ber það með sér að drykkurinn er blanda af kaffi, mjólk og froðu, er heitur og er minni en latte.
Viðskeytin eru viðbættar upplýsingar, oftast um hvaða síróp á að bæta út í kaffið, rjómi/án rjóma, hitastig eða magn ef það eru séróskir um slíkt.
Beygingarending hefur sambærilegt hlutverk í íslensku og í kaffidrykkjum: Að greina milli kynja.
Íslenska hefur þrjú kyn: Karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn.
Kaffidrykkir hafa einnig þrjú kyn: "Drekka hér", "Taka með" og hvorugkynið "Taka-með-en-drekka-samt-hér". Að taka postulínsbollan með sér er yfirleitt ekki í boði.
En hvernig virkar kerfið í raun og veru?
Hvernig á t.d. á skrifa niður á blað "koffeinlaus soja macchiató með tvöföldu skoti, minni mjólk og extra froðu og hálfu skoti af sykurlausri heslihnetu". Hér kemur táknkerfið að góðum notum:
Koffeinlaus er alltaf skrifað sem ÷ ("mínus") og ég hef vanið mig á að hafa þetta merki fremst í klausunni þar sem þetta er eiginlega mikilvægast.
Soja þýðir að í drykknum á að vera sojamjólk í staðin fyrir venjulega beljumjólk (í macchiató væri annars notuð G-mjólk). Til að spara mest pláss á miðanum er best að skrifa "so". "Soj" eða "Soja" sést jöfnum höndum á miðunum og fer þetta alveg eftir því hver skrifa og er alveg jafn skiljanlegt. Eðlilega.
Algengasta styttingin á macchiató er "makk".
Tvöfalt skot skilst á Kaffitári sem "stór expressó", þar eð tvöfaldur expressó er ekki fullkomlega tvöfaldur samkvæmt ströngustu skilgreiningum með tilliti til kaffimagns á móti vatni og þar frameftir götunum. Auk þess gefur þetta villandi skilaboð um að drykkurinn allur tvöfaldist í magni sem er alls ekki satt. Þetta er efni í aðra umræðu og tengist þessari bara lítillega. Það eina sem skiptir máli hér er að "Tvöfaldur macchiató" er tekið sem samheiti yfir "stór macchiató" og stytt oftast sem "smakk". Aðrar útgáfur geta verið t.d. "smacc" "smack" eða "s.makk" o.s.frv.
Minni mjólk hefur ennþá ekki fengið opinbera styttingu (þó ekkert að ofantöldu sé í rauninni "opinbert") og er venjulega skrifað fullum stöfum. Til eru dæmi um styttingar á borð við "mim" eða "minni mj." og tíminn hlýtur að úrskurða hvað stendur uppi á endanum ef við þurfum í vaxandi mæli að grípa til styttinga. Virkar á sama hátt og lýsingarorð.
Extra froða getur verið skrifað sem "x froða" eða einfaldlega "froða". Þetta viðskeyti ber alltaf með sér vissa áherslu því að viðskiptavinurinn biður sérstaklega um að passa vel upp á þennan þátt í drykknum. Virkar á sama hátt og lýsingarorð.
Hálft skot af sykurlausu heslihnetusírópi er í rauninni þríþætt viðskeyti. Það ber með sér magn, eðli og bragð. í sinni einföldustu mynd væri þetta viðskeyti bara nafn bragðsins, t.d. van(illa) eða kar(amella). Kaffibarþjónar Kaffitárs eru nær einhuga um að stytta þetta svo: "1/2 ÷ hazel" (reyndar skrifa sumir hesli eða haz en það er aukaatriði).
Hvernig röðum við þessu saman?
Eins og almennt með setningauppröðun býr einstaklingurinn við ákveðið frelsi og má setja einn hluta á undan eða á eftir öðrum og snúa öllu þess vegna á hvolf til að hámarka hugsanlegt listrænt gildi. Fyrir hámarksnýtni (sem er megin fókuspunkturinn hér) verður uppröðunin að "meika sens", þannig að sem flestir skilji án þess að hugsa í langan tíma.
Runan sem ég er búin að hluta niður hér fyrir ofan reynist mér best að skrifa svona:
÷sosmakk1/2÷hazel
minni mj.
x froða
Stundum verður ekki hjá því komist að skrifa hluta pöntunarinnar á eðlilegri íslensku. Sumir gætu viljað flóaða haframjólk í litla stálkönnu með rauðrunnateinu sínu. Aðrir gætu vel hugsað sér að setja smá heitt vatn í expressóinn áður en cappuccinómjólkin er sett útí. Margir ferðamenn vilja fá svolítið "lengdan" expressó (lungo, þegar vatnið er látið renna lengur í gegnum sama kaffið) Enn aðrir gætu fengið þá flugu í hausinn að biðja um latte en fá bollann með kaffinu sér og mjólkurkönnuna með nýfreyddri mjólkinni til hliðar svo að hann geti hellt sjálfur. Upplýsingar á borð við þetta geta auðveldlega afskræmst á Post-It miðum og betra að segja þeim sem er að vinna á kaffivélina nákvæmlega hver staðan er hverju sinni.
Orðalisti:
Þetta táknkerfi er engan veginn fullkomið - ekki það að tungumál sé það heldur - en er mjög nytsamlegt eins langt og það drífur. Hér fyrir neðan hef ég síðan skráð helstu styttingar sem notast er við dags daglega á kaffihúsum Kaffitárs. Listinn er ótæmandi.
Forskeyti:
So - sojamjólk
hrís - hrísmjólk
hafra - haframjólk
lé - léttmjólk
ný - nýmjólk
G - G-mjólk
fro - froða (gengur nær eingöngu með latte)
÷ - koffeinlaus
S/st. - stór (expressó í drykk)
l - lítill (expressó í drykk)
m./mi./mild - mildur (lítill expressó í drykk sem venjulega er með stóran, t.d. latte eða swiss mokka)
3f. - þrefaldur (aukaskot ofan á stóran expressó). Tekið er mið af fjölda skota í drykk og sett "f" aftan við (4f., 5f., o.s.frv.)
Rætur:
Súkk - heitt súkkulaði
bsú/b.súkk osfrv. - barnasúkkulaði
la/lat/latte - Kaffi latte
cap - Cappuccinó
makk/macc/mack osfrv. - expressó macchiató
ex - expressó
rist - rístrettó
c.panna/con p. - expressó con panna
Ame/am - ameríkanó
DV/DaV/Da - Kaffi DaVinci
Swiss/Sviss/S.Mokka osfrv. - Swiss Mokka
Sveifla - Karamellusveifla
EG/Earl - Earl Grey te
EB/English - English Breakfast te
Einhverra hluta vegna hafa styttingarnar ekki náð yfir tein nema örlítið.
Viðskeyti:
Síróp:
Van - vanilla
haz/hesli/hazel osfrv. - heslihneta
súkk - súkkulaði
IC/irish - Irish cream
kók/kókos/coco osfrv. - kókoshnetu
kar - karamellu
Önnur viðskeyti:
1/2 - hálft skot (af sírópi)
auka - auka skot
3f. - þrefalt skot
Viðbættar upplýsingar um drykki:
m/rj. - með rjóma
÷rj. - án rjóma
(út) - til að taka með, í götumáli í "túgó-köpp"
x° - hitastig mjólkur (í Farenheit gráðum)
minni mj./mim - minni mjólk
fro/froða/xfroða osfrv. - meiri froða (má nota sem forskeyti með "la")
fylla - fylla ílátið (á við þegar drykkir fylla ekki upp í barm)
xhot/heitur/hot!!! osfrv. - extra heitur
glas - Borið fram í glasi
Endilega komið með athugasemdir ef ykkur finnst vanta í listann. Allar tillögur vel þegnar.
Svona fyrir ykkur lesendur til að æfa ykkur á þessu táknkerfi er ég hérna með nokkrar þrautir.
Hvað er:
1. LéScap1/2van fylla (út)
2. ÷m.SoSwissvan÷rj froða
3. ÷Sojsveifla3f.÷súkk÷rj?
Hvernig myndirðu skrifa:
1. koffeinlaus hafracappuccinó, tvöfaldur, minni mjólk, sjóðheit, til að taka með
2. mildur léttur froðulatte minni mjólk
3. Stór macchiató með hálfu skoti af irish, hálfu af súkkulaði og soja, í götumáli?
Forskeyti:
So - sojamjólk
hrís - hrísmjólk
hafra - haframjólk
lé - léttmjólk
ný - nýmjólk
G - G-mjólk
fro - froða (gengur nær eingöngu með latte)
÷ - koffeinlaus
S/st. - stór (expressó í drykk)
l - lítill (expressó í drykk)
m./mi./mild - mildur (lítill expressó í drykk sem venjulega er með stóran, t.d. latte eða swiss mokka)
3f. - þrefaldur (aukaskot ofan á stóran expressó). Tekið er mið af fjölda skota í drykk og sett "f" aftan við (4f., 5f., o.s.frv.)
Rætur:
Súkk - heitt súkkulaði
bsú/b.súkk osfrv. - barnasúkkulaði
la/lat/latte - Kaffi latte
cap - Cappuccinó
makk/macc/mack osfrv. - expressó macchiató
ex - expressó
rist - rístrettó
c.panna/con p. - expressó con panna
Ame/am - ameríkanó
DV/DaV/Da - Kaffi DaVinci
Swiss/Sviss/S.Mokka osfrv. - Swiss Mokka
Sveifla - Karamellusveifla
EG/Earl - Earl Grey te
EB/English - English Breakfast te
Einhverra hluta vegna hafa styttingarnar ekki náð yfir tein nema örlítið.
Viðskeyti:
Síróp:
Van - vanilla
haz/hesli/hazel osfrv. - heslihneta
súkk - súkkulaði
IC/irish - Irish cream
kók/kókos/coco osfrv. - kókoshnetu
kar - karamellu
Önnur viðskeyti:
1/2 - hálft skot (af sírópi)
auka - auka skot
3f. - þrefalt skot
Viðbættar upplýsingar um drykki:
m/rj. - með rjóma
÷rj. - án rjóma
(út) - til að taka með, í götumáli í "túgó-köpp"
x° - hitastig mjólkur (í Farenheit gráðum)
minni mj./mim - minni mjólk
fro/froða/xfroða osfrv. - meiri froða (má nota sem forskeyti með "la")
fylla - fylla ílátið (á við þegar drykkir fylla ekki upp í barm)
xhot/heitur/hot!!! osfrv. - extra heitur
glas - Borið fram í glasi
Endilega komið með athugasemdir ef ykkur finnst vanta í listann. Allar tillögur vel þegnar.
Svona fyrir ykkur lesendur til að æfa ykkur á þessu táknkerfi er ég hérna með nokkrar þrautir.
Hvað er:
1. LéScap1/2van fylla (út)
2. ÷m.SoSwissvan÷rj froða
3. ÷Sojsveifla3f.÷súkk÷rj?
Hvernig myndirðu skrifa:
1. koffeinlaus hafracappuccinó, tvöfaldur, minni mjólk, sjóðheit, til að taka með
2. mildur léttur froðulatte minni mjólk
3. Stór macchiató með hálfu skoti af irish, hálfu af súkkulaði og soja, í götumáli?
fimmtudagur, mars 05, 2009
Héðinn er kominn með alsæmer
Hæ hæ krakkar,
Ég er í smá bobba... mér skilst að ég eigi einhverja uppáhalds kvikmynd en ég hreinlega man bara ekkert hvaða mynd það er. Ég var víst alltaf að vitna í þessa mynd. Getið þið komið með uppástungur um myndir sem ég er hrifinn af. Mér skilst líka að nafnið á myndinni var einu sinni á mysapceinu mínu en ég er búinn að taka það út. Allar uppástungur yrðu vel þeignar. Ég er að deyja úr forvitni, meira en þegar ég var að reyana að komast að hver Jesús var.
Grösse, Héðinn
p.s. hver er Jesús ????
Ég er í smá bobba... mér skilst að ég eigi einhverja uppáhalds kvikmynd en ég hreinlega man bara ekkert hvaða mynd það er. Ég var víst alltaf að vitna í þessa mynd. Getið þið komið með uppástungur um myndir sem ég er hrifinn af. Mér skilst líka að nafnið á myndinni var einu sinni á mysapceinu mínu en ég er búinn að taka það út. Allar uppástungur yrðu vel þeignar. Ég er að deyja úr forvitni, meira en þegar ég var að reyana að komast að hver Jesús var.
Grösse, Héðinn
p.s. hver er Jesús ????
miðvikudagur, mars 04, 2009
sunnudagur, mars 01, 2009
þriðjudagur, febrúar 24, 2009
föstudagur, febrúar 13, 2009
Jæja
krakkar mínir
þá er komið að því
enn eina ferðina
íslandsmeistaramótið er að fara í gang
á morgun
en við vitum það nú flest
við erum öll rosa spennt
og stress
en samt svo mikil gleði
þetta er í kringlunni og byrjar klukkan tíu
Bóel er fyrst
Anna Sóley nr 3
Tumi nr 8
Ingibjörg nr 9
Harpa nr 12
og Kata nr 18
þið sem komist frábært
þið sem komist ekki
endilega senda jákvæða strauma
LUV og spenna
Harpa
þá er komið að því
enn eina ferðina
íslandsmeistaramótið er að fara í gang
á morgun
en við vitum það nú flest
við erum öll rosa spennt
og stress
en samt svo mikil gleði
þetta er í kringlunni og byrjar klukkan tíu
Bóel er fyrst
Anna Sóley nr 3
Tumi nr 8
Ingibjörg nr 9
Harpa nr 12
og Kata nr 18
þið sem komist frábært
þið sem komist ekki
endilega senda jákvæða strauma
LUV og spenna
Harpa
laugardagur, febrúar 07, 2009
þriðjudagur, febrúar 03, 2009
We're The Dancers
Ég er að fara að taka þátt í Alternative Miss Ireland,...
Beisiklí dragkeppni Írlands.
Sem mega sexý karldansari.
Justin Timberlake Single Lady - More bloopers are a click away
Beisiklí dragkeppni Írlands.
Sem mega sexý karldansari.
Justin Timberlake Single Lady - More bloopers are a click away
sunnudagur, febrúar 01, 2009
Rockettothesky - Grizzly man
Ég er búin að vera að truflast yfir þessu lagi.
Horfið fyrst á myndbandið.
Hlustið síðan aftur á lagið og skoðið textann.
Nú langar mig að vita...fenguð þið líka gæsahúð?
Horfið fyrst á myndbandið.
Hlustið síðan aftur á lagið og skoðið textann.
Nú langar mig að vita...fenguð þið líka gæsahúð?
mánudagur, janúar 26, 2009
sunnudagur, janúar 25, 2009
Nokkuð sem ég vissi ekki um latte art
Hér er eitthvað sem enginn hefur minnst á varðandi hina aldafornu mjólkurlist. Hvernig má það vera?
Tilvitnun úr síðunni:
„During the Renaissance latte art was reintroduced and reached its height. Great baristas such as Leonardo da Vinci, Bob Dole, Dante Alighieri and Niccolo Machiavelli created latte works of staggering beauty and meaning; no original works now exist due to the ephemeral nature of the medium, but the influence of the latte can be seen in many surviving works in other formats. Michelangelo’s The Creation of Adam, painted on the ceiling of the Notre Dame, shows the primeval father of mankind reaching out with his finger to touch a latte, anthropomorphized in the picture as an old bearded man.“
Gaman hvað internetið er endalaus uppspretta þekkingar nú til dags.
Tilvitnun úr síðunni:
„During the Renaissance latte art was reintroduced and reached its height. Great baristas such as Leonardo da Vinci, Bob Dole, Dante Alighieri and Niccolo Machiavelli created latte works of staggering beauty and meaning; no original works now exist due to the ephemeral nature of the medium, but the influence of the latte can be seen in many surviving works in other formats. Michelangelo’s The Creation of Adam, painted on the ceiling of the Notre Dame, shows the primeval father of mankind reaching out with his finger to touch a latte, anthropomorphized in the picture as an old bearded man.“
Gaman hvað internetið er endalaus uppspretta þekkingar nú til dags.
þriðjudagur, janúar 13, 2009
þriðjudagur, janúar 06, 2009
Ný kynslóð af MacBook
Eruði að tékka á þessu y'all? Hlakka til að eyða klukkustundum í stað mínútna við að skrifa e-mail. Með þessari verður það hægt :D
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)