sunnudagur, júní 24, 2007

Mér langaði bara að kasta á ykkur saknaðarkveðju frá Köben...


Ég er annars búin að hafa það alltof gott hérna úti...bara hamingja og gleði:)

Fór til New York um daginn...það var rosalegt! Ef þið viljið vita meira um það þá mæli ég með myspaceinu mínu eða bara símanum mínum (004528377760).

Svo er ég búin að fara á fullt af tónleikum t.d. Entombed og Converge...rosa gaman!

Oooog já ég sótti um á fullt af kaffihúsum og komst að því að það tekur dani heilan helvítis MÁNUÐ að fara yfir umsóknir og boða í viðtöl...nema Estate, en þau vildu mig ekki því ég stoppa bara yfir sumarið...buðu mér samt vinnu á Hróaskeldu í sárabætur:)
Ég fór líka í viðtal hjá Baresso og þau alveg leist mjög vel á mig og bla bla nema að ég þyrfti að taka úr mér nefhringinn og alla extra eyrnalokka (???)...well anywaysss, svo á ég að fara þangað aftur í viðtal eftir 10 daga!!! *Fyrirgefðu* en ég held bara að sumarið verði búið BÚIÐ!!!
Svo ég ætla bara að halda mig við essa afleysingavinnu...

hmmm...svo sá ég einfætta dúfu um daginn, hún var ýkt svöl á því...again þá getiði lesið um öll þau ævintýri á myspace eftir nokkra daga. Ætla að blogga um það ævintýri.

Jæja, látið heyra í ykkur!! komið með kaffifréttirnar...eða bara bjórfréttirnar...

-Kolbrún Ýr

fimmtudagur, júní 14, 2007

Aldrei, nei nei nei!!!!

miðvikudagur, júní 06, 2007

Ég veit ekki hvað þið eruð að kvarta. Ég fór á kaffihús um daginn og þar voru 4 gerðir af marengekökum vá hvað mér var hugsað til ykkar og kvabbsins í ykkur með snickerskökuna.
Ég elska Snickerskökuna. Spyrjið bara Mörtu ég borðaði einu sinni hálfa köku á barnum hjá henni. Mér er svo margt til lista lagt
Kveðjur frá Akureyri