Ég skal viðurkenna þetta strax. Þetta er skrýtið, e.t.v. óþarflega flókið og mjög líklega óþarft. Þetta er hins vegar góð heimild fyrir hvað ég hef tekið upp sem gjaldgengan tjáningarmáta í vinnu minni sem kaffibarþjónn.
Ath. Samskiptakerfi kaffibarþjóna er breytileg eftir kaffihúsum og þar sem við á reyni ég eftir fremsta megni að geta þess ef „mállýskur“ eða samheiti eru til. Einnig er rétt að geta þess að hér miða ég einungis við Kaffitár, þar eð ég þekki ekki tjáningarmáta annarra kaffihúsa og reikna með að þau séu á margan hátt ólík því sem ég þekki.
Ritað mál
Ég hef ekki neina vísindalega tölu yfir hversu margir Post-It miðar eru skrifaðir á einu kaffihúsi á venjulegum degi. Það kæmi ekkert á óvart þó að venjulegur kaffibarþjónn skrifi á nokkra tugi gulra miða á hverjum degi svo það nálgaðist hundraðið (og færi létt með það). Post-It miðinn sem notast er við er ekki stór þó að oft þurfi hann að innihalda miklar og nákvæmar upplýsingar um kaffidrykk.
Þegar ég byrjaði hjá Kaffitári voru styttingar fyrir hinu og þessu gjörsamlega niðurnegldar. Í raun hefur skapast táknkerfi í kringum kaffidrykki sem hefur ótalmargt sameiginlegt með tungumáli. Berum þetta snöggvast saman:
Venjulegt orð á íslensku, með forskeyti, rót, viðskeyti og beygingarendingu:
forvitinn -> for-vit-in-n
Venjulegur pantaður kaffidrykkur skrifaður á Post-It miða:
Soja cappuccino með vanillusírópi til að taka með -> SoCapVan (út)
so (forskeyti) cap (rót) van (viðskeyti) (út) (beygingarending)
Frekar auðvelt. Þetta er líka frekar einfaldur drykkur. Það verður erfiðara að hluta þetta niður eftir því sem drykkurinn er flóknari.
Táknkerfi og styttingar í kaffidrykkjum
Eins og ég sé kerfið fyrir mér hljóta forskeytin í kaffidrykkjunum að innihalda upplýsingar um veigamestu frávikin frá venju drykksins, hvort sem það er spurning um mjólk, koffíninnihald eða stærð expressóskotsins.
Rót kaffidrykkjarins er augljóslega hvaða viðmið er haft til hliðsjónar. Rótin segir til um eðli drykkjarins; stærð, hitastig, hlutfall milli mjólkur, kaffis og annað sem fyrirfram hefur verið staðlað. Ef rótin er t.d. Cap (cappuccinó) ber það með sér að drykkurinn er blanda af kaffi, mjólk og froðu, er heitur og er minni en latte.
Viðskeytin eru viðbættar upplýsingar, oftast um hvaða síróp á að bæta út í kaffið, rjómi/án rjóma, hitastig eða magn ef það eru séróskir um slíkt.
Beygingarending hefur sambærilegt hlutverk í íslensku og í kaffidrykkjum: Að greina milli kynja.
Íslenska hefur þrjú kyn: Karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn.
Kaffidrykkir hafa einnig þrjú kyn: "Drekka hér", "Taka með" og hvorugkynið "Taka-með-en-drekka-samt-hér". Að taka postulínsbollan með sér er yfirleitt ekki í boði.
En hvernig virkar kerfið í raun og veru?
Hvernig á t.d. á skrifa niður á blað "koffeinlaus soja macchiató með tvöföldu skoti, minni mjólk og extra froðu og hálfu skoti af sykurlausri heslihnetu". Hér kemur táknkerfið að góðum notum:
Koffeinlaus er alltaf skrifað sem ÷ ("mínus") og ég hef vanið mig á að hafa þetta merki fremst í klausunni þar sem þetta er eiginlega mikilvægast.
Soja þýðir að í drykknum á að vera sojamjólk í staðin fyrir venjulega beljumjólk (í macchiató væri annars notuð G-mjólk). Til að spara mest pláss á miðanum er best að skrifa "so". "Soj" eða "Soja" sést jöfnum höndum á miðunum og fer þetta alveg eftir því hver skrifa og er alveg jafn skiljanlegt. Eðlilega.
Algengasta styttingin á macchiató er "makk".
Tvöfalt skot skilst á Kaffitári sem "stór expressó", þar eð tvöfaldur expressó er ekki fullkomlega tvöfaldur samkvæmt ströngustu skilgreiningum með tilliti til kaffimagns á móti vatni og þar frameftir götunum. Auk þess gefur þetta villandi skilaboð um að drykkurinn allur tvöfaldist í magni sem er alls ekki satt. Þetta er efni í aðra umræðu og tengist þessari bara lítillega. Það eina sem skiptir máli hér er að "Tvöfaldur macchiató" er tekið sem samheiti yfir "stór macchiató" og stytt oftast sem "smakk". Aðrar útgáfur geta verið t.d. "smacc" "smack" eða "s.makk" o.s.frv.
Minni mjólk hefur ennþá ekki fengið opinbera styttingu (þó ekkert að ofantöldu sé í rauninni "opinbert") og er venjulega skrifað fullum stöfum. Til eru dæmi um styttingar á borð við "mim" eða "minni mj." og tíminn hlýtur að úrskurða hvað stendur uppi á endanum ef við þurfum í vaxandi mæli að grípa til styttinga. Virkar á sama hátt og lýsingarorð.
Extra froða getur verið skrifað sem "x froða" eða einfaldlega "froða". Þetta viðskeyti ber alltaf með sér vissa áherslu því að viðskiptavinurinn biður sérstaklega um að passa vel upp á þennan þátt í drykknum. Virkar á sama hátt og lýsingarorð.
Hálft skot af sykurlausu heslihnetusírópi er í rauninni þríþætt viðskeyti. Það ber með sér magn, eðli og bragð. í sinni einföldustu mynd væri þetta viðskeyti bara nafn bragðsins, t.d. van(illa) eða kar(amella). Kaffibarþjónar Kaffitárs eru nær einhuga um að stytta þetta svo: "1/2 ÷ hazel" (reyndar skrifa sumir hesli eða haz en það er aukaatriði).
Hvernig röðum við þessu saman?
Eins og almennt með setningauppröðun býr einstaklingurinn við ákveðið frelsi og má setja einn hluta á undan eða á eftir öðrum og snúa öllu þess vegna á hvolf til að hámarka hugsanlegt listrænt gildi. Fyrir hámarksnýtni (sem er megin fókuspunkturinn hér) verður uppröðunin að "meika sens", þannig að sem flestir skilji án þess að hugsa í langan tíma.
Runan sem ég er búin að hluta niður hér fyrir ofan reynist mér best að skrifa svona:
÷sosmakk1/2÷hazel
minni mj.
x froða
Stundum verður ekki hjá því komist að skrifa hluta pöntunarinnar á eðlilegri íslensku. Sumir gætu viljað flóaða haframjólk í litla stálkönnu með rauðrunnateinu sínu. Aðrir gætu vel hugsað sér að setja smá heitt vatn í expressóinn áður en cappuccinómjólkin er sett útí. Margir ferðamenn vilja fá svolítið "lengdan" expressó (lungo, þegar vatnið er látið renna lengur í gegnum sama kaffið) Enn aðrir gætu fengið þá flugu í hausinn að biðja um latte en fá bollann með kaffinu sér og mjólkurkönnuna með nýfreyddri mjólkinni til hliðar svo að hann geti hellt sjálfur. Upplýsingar á borð við þetta geta auðveldlega afskræmst á Post-It miðum og betra að segja þeim sem er að vinna á kaffivélina nákvæmlega hver staðan er hverju sinni.
Orðalisti:
Þetta táknkerfi er engan veginn fullkomið - ekki það að tungumál sé það heldur - en er mjög nytsamlegt eins langt og það drífur. Hér fyrir neðan hef ég síðan skráð helstu styttingar sem notast er við dags daglega á kaffihúsum Kaffitárs. Listinn er ótæmandi.
Forskeyti:
So - sojamjólk
hrís - hrísmjólk
hafra - haframjólk
lé - léttmjólk
ný - nýmjólk
G - G-mjólk
fro - froða (gengur nær eingöngu með latte)
÷ - koffeinlaus
S/st. - stór (expressó í drykk)
l - lítill (expressó í drykk)
m./mi./mild - mildur (lítill expressó í drykk sem venjulega er með stóran, t.d. latte eða swiss mokka)
3f. - þrefaldur (aukaskot ofan á stóran expressó). Tekið er mið af fjölda skota í drykk og sett "f" aftan við (4f., 5f., o.s.frv.)
Rætur:
Súkk - heitt súkkulaði
bsú/b.súkk osfrv. - barnasúkkulaði
la/lat/latte - Kaffi latte
cap - Cappuccinó
makk/macc/mack osfrv. - expressó macchiató
ex - expressó
rist - rístrettó
c.panna/con p. - expressó con panna
Ame/am - ameríkanó
DV/DaV/Da - Kaffi DaVinci
Swiss/Sviss/S.Mokka osfrv. - Swiss Mokka
Sveifla - Karamellusveifla
EG/Earl - Earl Grey te
EB/English - English Breakfast te
Einhverra hluta vegna hafa styttingarnar ekki náð yfir tein nema örlítið.
Viðskeyti:
Síróp:
Van - vanilla
haz/hesli/hazel osfrv. - heslihneta
súkk - súkkulaði
IC/irish - Irish cream
kók/kókos/coco osfrv. - kókoshnetu
kar - karamellu
Önnur viðskeyti:
1/2 - hálft skot (af sírópi)
auka - auka skot
3f. - þrefalt skot
Viðbættar upplýsingar um drykki:
m/rj. - með rjóma
÷rj. - án rjóma
(út) - til að taka með, í götumáli í "túgó-köpp"
x° - hitastig mjólkur (í Farenheit gráðum)
minni mj./mim - minni mjólk
fro/froða/xfroða osfrv. - meiri froða (má nota sem forskeyti með "la")
fylla - fylla ílátið (á við þegar drykkir fylla ekki upp í barm)
xhot/heitur/hot!!! osfrv. - extra heitur
glas - Borið fram í glasi
Endilega komið með athugasemdir ef ykkur finnst vanta í listann. Allar tillögur vel þegnar.
Svona fyrir ykkur lesendur til að æfa ykkur á þessu táknkerfi er ég hérna með nokkrar þrautir.
Hvað er:
1. LéScap1/2van fylla (út)
2. ÷m.SoSwissvan÷rj froða
3. ÷Sojsveifla3f.÷súkk÷rj?
Hvernig myndirðu skrifa:
1. koffeinlaus hafracappuccinó, tvöfaldur, minni mjólk, sjóðheit, til að taka með
2. mildur léttur froðulatte minni mjólk
3. Stór macchiató með hálfu skoti af irish, hálfu af súkkulaði og soja, í götumáli?
Forskeyti:
So - sojamjólk
hrís - hrísmjólk
hafra - haframjólk
lé - léttmjólk
ný - nýmjólk
G - G-mjólk
fro - froða (gengur nær eingöngu með latte)
÷ - koffeinlaus
S/st. - stór (expressó í drykk)
l - lítill (expressó í drykk)
m./mi./mild - mildur (lítill expressó í drykk sem venjulega er með stóran, t.d. latte eða swiss mokka)
3f. - þrefaldur (aukaskot ofan á stóran expressó). Tekið er mið af fjölda skota í drykk og sett "f" aftan við (4f., 5f., o.s.frv.)
Rætur:
Súkk - heitt súkkulaði
bsú/b.súkk osfrv. - barnasúkkulaði
la/lat/latte - Kaffi latte
cap - Cappuccinó
makk/macc/mack osfrv. - expressó macchiató
ex - expressó
rist - rístrettó
c.panna/con p. - expressó con panna
Ame/am - ameríkanó
DV/DaV/Da - Kaffi DaVinci
Swiss/Sviss/S.Mokka osfrv. - Swiss Mokka
Sveifla - Karamellusveifla
EG/Earl - Earl Grey te
EB/English - English Breakfast te
Einhverra hluta vegna hafa styttingarnar ekki náð yfir tein nema örlítið.
Viðskeyti:
Síróp:
Van - vanilla
haz/hesli/hazel osfrv. - heslihneta
súkk - súkkulaði
IC/irish - Irish cream
kók/kókos/coco osfrv. - kókoshnetu
kar - karamellu
Önnur viðskeyti:
1/2 - hálft skot (af sírópi)
auka - auka skot
3f. - þrefalt skot
Viðbættar upplýsingar um drykki:
m/rj. - með rjóma
÷rj. - án rjóma
(út) - til að taka með, í götumáli í "túgó-köpp"
x° - hitastig mjólkur (í Farenheit gráðum)
minni mj./mim - minni mjólk
fro/froða/xfroða osfrv. - meiri froða (má nota sem forskeyti með "la")
fylla - fylla ílátið (á við þegar drykkir fylla ekki upp í barm)
xhot/heitur/hot!!! osfrv. - extra heitur
glas - Borið fram í glasi
Endilega komið með athugasemdir ef ykkur finnst vanta í listann. Allar tillögur vel þegnar.
Svona fyrir ykkur lesendur til að æfa ykkur á þessu táknkerfi er ég hérna með nokkrar þrautir.
Hvað er:
1. LéScap1/2van fylla (út)
2. ÷m.SoSwissvan÷rj froða
3. ÷Sojsveifla3f.÷súkk÷rj?
Hvernig myndirðu skrifa:
1. koffeinlaus hafracappuccinó, tvöfaldur, minni mjólk, sjóðheit, til að taka með
2. mildur léttur froðulatte minni mjólk
3. Stór macchiató með hálfu skoti af irish, hálfu af súkkulaði og soja, í götumáli?
12 ummæli:
Þetta er án efa metnaðarfyllsta innlegg þessa bloggs...Húrra! :)
Ég játa að ég var í engu stuði til að lesa þetta allt en langar samt að spreyta mig:)
Hvað er:
1. LéScap1/2van fylla (út)
=Stór cappuccino með hálfu skoti af vanillu og léttmjólk, fylla alveg í götumál
2. ÷m.SoSwissvan÷rj froða
=koffeinlaus mildur soja swiss mokka með vanilluskoti, engum rjóma en freyða sojamjólkina í staðinn
3. ÷Sojsveifla3f.÷súkk÷rj?
koffeinlaus karamellusveifla með sojamjólk og þreföldu skoti af sykurlausu súkkulaði sýrópi, engann rjóma
Hvernig myndirðu skrifa:
1. koffeinlaus hafracappuccinó, tvöfaldur, minni mjólk, sjóðheit, til að taka með
= ÷HafraScap minni mjólk hot (út)
2. mildur léttur froðulatte minni mjólk
= m LéLa froðu ekki fylla
3. Stór macchiató með hálfu skoti af irish, hálfu af súkkulaði og soja, í götumáli?
=sojaSmac 1/2irish+1/2sú (út)
Hvernig stóð ég mig?
ok nú er ég búin að lesa og sá eina villu hjá mér:) En það er samt bara vegna þess að ég held að ég myndi oftast skrifa 3f (fjöldaskota) fyrir framan kaffidrykkinn en ekki fyrir aftan...
En það er það skemmtilega við þetta alltsaman, hvernig hver og einn er mismunandi en nota samt sama kerfið í rauninni:)
Vó, ég bjóst ekki við því að þetta yrði lesið svona fljótt :p
Stóðst þig ógó vel Kolbrún í quizzinu ;D
Ég er allavega ánægður að vera búinn að skrifa þetta....var alltaf soldið smeykur að byrja því þetta var svo tímafrekt eitthvað.
Ok, smá leiðrétting, lé=FJÖRmjólk
og tillaga, minni mjólk=M.M.
Snillingur Ferrer ;)
Kv. Valur
1. LéScap1/2van fylla (út)
Léttuur, stór cap, hálft skot vanilla og fylla í götumláið þar sem það er út...
2. ÷m.SoSwissvan÷rj froða
koffeinlaus, mildur, soyja sviss mocca, með vanillu, án rjóma með froðu.
3. ÷Sojsveifla3f.÷súkk÷rj?
koffeinlaus, soyja þreföld sveifla með sykurlausu súkksýróði án rjóma
Hvernig myndirðu skrifa:
1. koffeinlaus hafracappuccinó, tvöfaldur, minni mjólk, sjóðheit, til að taka með
÷hafrScap
M.M. xhot(út)
2. mildur léttur froðulatte minni mjólk
MléLa M.M. Froða
3. Stór macchiató með hálfu skoti af irish, hálfu af súkkulaði og soja, í götumáli?
SoySmach 1/2 I.C. 1/2 súkk (út)
ohh vaaaluuur!
það er alveg rétt hjá þér FJÖRmjólk skal það vera:)
Takk fyrir þetta Tumi.
Kv.Salvör
á meðan ég las þetta þá gat ég ekki annað en hugsað "enginn nema Tumi kallinn..." og svo í lokin þá sé ég höfundinn! :D Flott hjá þér Tumi :D (það er búið að svara quizzinu núna 2svar þannig að ég held mig frá því ;) )
Á ekki að koma þessu í kaffibarþjóna-handbókina? finst þetta mjög verð klása í hana. Spara okkur old-timers alltaf að kenna nýja liðinu.
Tumi þú er nörd!
1. koffeinlaus hafracappuccinó, tvöfaldur, minni mjólk, sjóðheit, til að taka með
÷hafraScap Mim Tsss°/hott (út)
2. mildur léttur froðulatte minni mjólk
MLéFrola Mim
3. Stór macchiató með hálfu skoti af irish, hálfu af súkkulaði og soja, í götumáli?
SoySmack 1/2ic, 1/2súkk (út)
Þar sem ég er svo listræn þá þykir mér nauðsynlegt að breyta kerfinu bara smá...
Kv. Jóhanna
Hey þú ert snillingur..sammála Kolbrúnu, mjööög metnaðarfullt blogg og spurnig um að lauma þessu í starfsmannahandbók einhverja! en ég ætla að spreyta mig!
1.Léttur Cappuccino með hálfu skoti af vanillu fylla í stóru götumáli
2.koffínlaus mildur soya swiss mokka með vanillu mínus rjómi, freyða mjólkina í staðin
3.koffínlaus soyja karmellusveifla með þreföldu sykurlausu súkkulaði sýrópi mínus rjómi
...og svo
1. ÷2f.hafrCap m.mj,xhot (ut)
2. MiLéFroLa m.mj.
3. SoySmakk m/ 1/2 irish, 1/2 súkk (út)
þetta var sko skemmtilegt!
kv.Dússý
Ja há... Stórkostleg grein um ekki neitt :D Vel gert
KV Bjarmi
Skrifa ummæli