þriðjudagur, maí 29, 2007


Mitt fyrsta kaffiblogg. Eftir að hafa skoðað áhugamál ykkar úr stórborginni þá sé ég að við eigum margt sameiginlegt. Hvað er samt eiginlega Zoka? Við hérna á Suðurnesjunum höfum mikið verið í fuglaskoðun. Fyrir utan flugstöðina býr ein önd með grænan haus á tjörninni (ég hef mikið pælt í því hvar konan hans er, en ég sá hana síðast þegar hún var að fá sér blund á skammtímastæðinu fyrr í mánuðinum), þrjár lóur, og 2 fuglar sem ég held að kallist kvöldlóa.
Expressó í fuglabollum
-Erla


1 ummæli:

Spookyo_O sagði...

Það er með eindæmum sem þið Suðnesjingarnir kunnið að finna ykkur skemmtiefni þarna útí sveit..... ég fer nú bara í bíó... :P

hehehe

~Haffi