fimmtudagur, desember 27, 2007

Gleðileg jóla allir...vonandi áttu allir góð jól:)

Mér langar bara að þakka Hörpu og co fyrir frábært FRÁBÆRT jólakort! Ég held ég setji það bara í gullsleginn ramma:P

well...hvað er plan hjá fólki yfir áramótin?

Mitt plan er áramótakjúlli heima með stjörnuljósum og skála í kampavíni...skjóta upp Stóru Bertu fyrir framan Hallgrímskirkju og svo bara heim í rautt og jólabjórinn...vonandi kíkir eitthvað fólk við:P

Haffi!!: Bara fyrir þig þá er ég búin að ákveða að þema áramótapartýsins hjá mér er (tarammmm!) = ÁLPAPPÍÍÍÍÍÍR!!!

-Kolbrún

ps. María bað um hjálp við að finna gott þema á áramótapartýið sem hún ætlar að halda... einhver?

tillaga 1: Blöðrur og Bavíanar?

5 ummæli:

Heida sagði...

Ja, ég er að fara til London klukkan 16 á nýársdag, svo ég hugsa að ég verði bara heima að brenna nokkrum tugum þúsunda, svona eins og venjulega.

En ef einhver býpur mér í partý skal ég mæta ;)

Nafnlaus sagði...

Tillaga 2: Álfar (jólaálfar, blómálfar, nýársálfar, Leprichaun?, Íslenskir álfar.....).

Kartaflan sagði...

Hei! Heiða
var ég ekki búin að bjóða þér í party ???
Ég ætla að bjóða öllum í party þar sem þetta er síðasti séns að sækja mig heim í villuna á hringbraut..eftir það verð ég eins og hver annar kópavogs lúði haha

magzterinn sagði...

Tillaga 3. Nektarströnd....fellur örugglega í kramið og blússandi mæting

Heida sagði...

Hmm, mig rámar eitthvað í það Kata, svona þegar þú minnist á það!
Ef ég má koma eftir miðnætti og einhver reddar mér í ríkið skal ég mæta súperhress!