SJÓNVARPIÐ DÁIÐ
Hugsið ykkur að ég kem heim eftir langan skóladag og smá búðarráp með henni Þórey alveg til í að slappa af fyrir framan imbann EN NEIIIIII........
Allar helstu sjónvarpsstöðvarnar eru horfnar HORFNAR. Ég bara vissi ekki hvað ég ætti af mér að gera. Læra,taka mér bók í hönd nei það hljómaði einhvernveginn ekki nógu aðlaðandi þannig að ég endaði bara á því að vafra um veraldvefinn, ekki það að það sé neitt leiðinleg það kom mér bara á óvart hvað ég er hrillileg háð sjónvarpinu þegar ég kem heim eftir erfiðan dag.
Enda á ég 3 sjónvörp eitt á Akureyri eitt einhversstadar í R.vík og eitt hér í Dk. Sorglegt ég veit en svona er ég bara.
Halló ég heiti Kristín og ég er sjónvarpssjúklingur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ Kristín
Hæ Þrallur góða skemmtun í kvöld á molunum ég öfunda þig ekkert smá mikið en ég er að fara að sjá Justin Timberlake í Parken í Júní á miða og allt saman
usss... þú ert ekki ein um þetta kristín mín:) ég er wayyy to háð netinu og sjónvarpinu:P
Skrifa ummæli