Ekki bjóst ég við því að ég myndi eiga afmæli á sunnudegi :( Og það sem skrítnara er.....ég er að vinna á afmælisdeginum mínum. Og læra undir próf!!! Og klára að skrifa ritgerð um heilaröskun sem heitir prosopagnosia og lýsir sér í því að fólk getur greint andlit en getur ekki þekkt þau.....
Ég hélt samt upp á afmælið mitt í gær.
Marta litla systir mín gaf mér
Einu sinni var... á DVD (pantaði spes frá Amazon.com).
Ég mun hugga mig við það í nótt milli ritgerðaskrifa...

Hugsið til mín á djamminu í nótt ;)
4 ummæli:
Sæti sæti til hammó með daginn við munum skála fyrir þér.....
Til hammó með ammó!!! :D
Til hamingju með ammlið tuminn minn! oh ég elska einu sinni var...nostalgía!
KvDúss
Til hamingju!
Herbergisfélagi minn á einmitt líkamsseríuna með Det var engang ;)
Elska þessa þætti, held að mikið af almennri þekkingu minni um heiminn sé komið þaðan.
Skrifa ummæli