Það er alveg á kristaltæru að Thrallur er aðalpenninn hérna hjá okkur og upplýsingaveitan fyrir "utanvinnustaðasauði" eins og mig. Kem allaveganna og kíki í kaffi til þín á Listó, langar líka að sjá sýninguna svo ef einhver vill koma með!
Jæja lömbin mín, sólin farin að hækka á lofti og þá er best að skríða úr holunni og skella sér á eins og eitt stykki tónleika ;) það er nefninlega alveg frábær sveit með tónleika á lau í hafnarhúsinu og það er tattarrrarrattatata ÓKEYPIS á þá. Já, franska eðalrokksveitin Dionysos ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og allir að mæta, vúhú! Fyrir utan að það verði gaman verður vonandi fullt af myndarlegum frönskum herramönnum til að gefa auga múhahah. Já það er sko púki í minni þessa stundina !!
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ánægð með þig væri alveg til í að fara en efa að það gerist þar sem það er brjálaður snjóstormur hérna hjá mér. En við hin erum nú alveg svaka duglega að kommenta
afar kúl nafn á hljómsveit:) á laugardaginn segiru? það ætti nú alveg að vera framkvæmanlegt...vinna til hálf fimm, kaffi hjá thrall, tónleikar...næsss...
Skrifa ummæli