sunnudagur, janúar 13, 2008

Nei, nú hættir þú.

Þó að ég búi í Noregi þá er ég ekki dottin útúr íslenskum húmor. Hangi t.d. óbærilega mikið á netinu og reyni að lepja í mig allskyns upplýsingar.
T.d. fréttir maður allt slúðrið við að skoða Moggabloggin...úff...þvílík úrkynjun á pörtum. En nóg um það.

Fór að taka eftir nokkrum frösum uppúr október eða nóvember. Allir voru að nefna Starfsmann á plani, eða já fínt já sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað eða?
Í jólafríinu fékk ég loksins að vita að þetta væri úr Næturvaktinni sem ég fékk svo í jólagjöf! Ótrúlega gaman að þessu, alltí einu er maður að kasta fram frösum úr íslenskum sjónvarpsþáttum (sem heita ekki Fóstbræður).



Þyrfti eiginlega að fá mér þetta sem hringitón. Það er kanski hægt að vera með þjóðlegan hringitón án þess að hafa Sveinbjörn Beinteinsson með rímur úr Rokk í Reykjavík.
Nú er systir mín og mágur sem búa útí Noregi búin að sjá nokkra þætti svo við getum nördast í þessu saman.
Valgeir litli strákurinn þeirra svaf vært útí vagni þangað til heyrðist þrusk í barnatalstöðinni. Þrusk í talstöð hljómaði alltof kunnuglega og ég læddi útúr mér: "Starfsmaður á plani"...og svo grét ég úr hlátri af eigin fyndni...þeim fannst þetta allveg fyndið líka..kanski ekki jafnmikið og mér...

Kveðja, Flemming Geir.

Engin ummæli: