þriðjudagur, desember 30, 2008

Gleðileg Jól og Farsælt Komandi Ár

Jæja Kaffifólkið mitt
Við viljum óska ykkur alls hins besta
á nýju ári
og þökkum allt liðið



Þið sem fenguð ekki kort í pósti SOLLÝ
þið fáið það hjér á netinu í staðinn
Svo verður áramótapartý hjá okku annað kvöld
VúHú
H+H

fimmtudagur, desember 18, 2008

Friðarmáltíð

Hæ hæ,
Þá fer að styttast í laugardaginn alræmda. Hvernig hljómar að kíkja á friðarmáltíðina hans Spessa áðru en haldið er Áskarpó og drukkið sig hauslausan (evileyes til Kristínar, dúm dúm dúmmmm...). Þetta er kvöld matur sem er haldinn árlega þar sem fullt af fólki kemur og borðar saman og hefur gaman saman. Þetta er haldið á veitingastaðnum Pisa (þar sem litli ljoti andarunginn var). Þetta verður mega stuð ! Þið verðið að vera menn.



Kv, Héðinn

föstudagur, nóvember 21, 2008

frædei

Jæja börnin góð
Þá er kominn föstudagur enn eina ferðina, eg er búin að bíða eftir þessum degi í heila viku! En núna er einmitt kominn tími á smá fróðleik :)

Þegar Robert Louis Stevenson dó árið 1894 ánafnaði hann vinkonu sinni afmælisdegi sínum, 13. nóvember. Henni fannst svo leiðinlegt að eiga afmæli á jólunum.

Ekki amalegt það..en gaman að segja frá því að He-man er í Smáralindinni í þessum töluðu orðum

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Írland eftir 10 mánuði


Hvað segiði þarna hinum megin?

Versta kaffi í heimi í skólanum hans Scott, varð að taka mynd af því!

Ég er í svaka fíling hérna, ennþá uppí rúmi að spila World of Warcraft.

Buxurnar mínar rifnuðu utan af mér um daginn, búinn að leggja á smá pínu.

Orðið rigning og nafnið Írland eru komin af sömu forngermönsku sögninni írig sem þýðir rennandi blautt.

Maður venst vonda matnum, ég get núna ekki lifað án full irish breakfast

Nánast enginn hérna klæðist svona 101rvk style, sem er ekki nógu gaman. En það er fullt af nackers, beggars, gypsies og travelers.

(vá hættiði bara að lesa núna þessi færsla er í þann mund að verðða hund leiðinleg)

Nackers: Ganga um í jogginggöllum, hvítum íþróttasokkum yfir joggingbuxunum, hvítum íþróttaskóm, hárið sítt að aftan, stutt gelað beint uppíloft ofaná (stelpurnar ofmálaðar og í tagl). Ganga um biðjandi um sígarettur, ávalt blind full. Hlusta á leiðinda rapptónlist úr gemsunum sínum í strætó.

Beggars: Nackers sem hafa verið hent út, útúrdópaðir en meinlausir. Sitja allstaðar með pappaglösin sín. Hef heyrt að þeir græði slatta, eða það segir vinkona mín sem er úr hverfinu sem þeir flestir koma frá.

Gypsies: Eftir að Rúmenía fór í ESB hafa fullt af frábærum rúmönum komið til Írlands, æðislegt fólk. Og með þeim komu sígaunarnir. Sígaunar hafa bara einn hlut sameiginlegt með Esmeröldu úr Disney,... hárliturinn. Þetta fólk er óþolandi, sitja útum allt með krakkana sína í fanginu að betla. Krakkarnir yfirleitt sofandi, hef heyrt að þeir svæfi börnin, veit ekki hvort það er satt. Fara líka í búðir og þykjast skoða meðan krakkarnir stela. Mennirnir eru vasaþjófa víst, hef ekki orðið var við þá svo mikið samt.

Travellers: Þeir eru írskir sígaunar eða flakkarar, búa í hjólhýsum og reyna að lifa af án þess að gera neitt gagn í þjóðfélaginu. "Gera við" vaskinn heima hjá þér svo hann bili aftur. Þykjast allment vera viðgerðamenn. Þeir eru eins og sígaunarnir og velja þetta líferni.

En írar eru hið besta fólk fyrir utan þetta, maður þarf bara að vita hvar á að leita, og læra að hunsa betlarana.

Ætlar enginn að koma í heimsókn?

föstudagur, nóvember 14, 2008

Föstudags fróðleikur

Jæja...það eru allir svona duglegir að posta á bloggið okkar hmm...
Í tilefni af deginum í dag ætla ég að skjóta hér inn smá fróðleik :)
  • Crayola-vaxlitir koma í 120 litum: 23 mismunandi rauðir, 20 grænir, 19 bláir, 16 fjólubláir, 14 appelsínugulir, 11 brúnir, 8 gulir, 2 gráir, 2 koparlitaðir, 2 svartir, 1 gylltur, 1 silfraður og 1 hvítur

Já, þar hafið þið það lömbin mín

föstudagur, nóvember 07, 2008

föstudags skemmtifrétt

Í alvöru talað krakkar...
svo er alltaf sagt að unglingarnir séu verstir...
ég held því statt og stöðugt fram að það sé gamla fólkið

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/11/07/afbrotum_eldri_borgara_i_japan_fjolgar/

fimmtudagur, október 16, 2008

LOKSIN LOKSINS LOKSINS

Jáh krakkar mínir...
Ég veit ekki hvað ég er búin að bíða lengi eftir þessu...
EN Í svörtum fötum eru að spila á players á laugardaginn
Þetta verður í fyrsta skipti sem ég fer á players...en ég fer sko alveg út í kópavog fyrir hann Jónsa...
Ég vildi bara deila gleðinni með ykkur því ég hlakka svo mikið til...
er meira að segja að taka þjóf start á gleðina...með bjór við hönd og mib í græjunum :)

mánudagur, október 13, 2008

föstudagur, október 10, 2008

Ég a barn!!

Hann heitir Morpheus (Morri)

Free Image Hosting at www.ImageShack.us

QuickPost

...og afþví að hann er svo lítill þá pissar hann á sig þegar nýtt fólk kemur í heimsókn (við erum að vinna í þessu)

Hann er svo sætur ohhh!

miðvikudagur, október 08, 2008

mánudagur, október 06, 2008

Í kjölfar núverandi ástands í þjóðfélaginu hef ég ákveðið að detta allsvakalega í það um næstu helgi - og eyða þar með öllum mínum pening áður en hann hverfur... eða eitthvað þannig.

Sko, mánudagar eru verstu dagar í heimi, og það er meira að segja vísindlega sannað!

Kristín og Marta á stífum fundi í bankó


laugardagur, október 04, 2008

Þessi var góður í kvöld



svona ef þið sjáið það ekki
þá stendur
HADDAWAY
Flass104,5
á hendinni á mjér

stuð og fjör að fá sjér bjór og vera veikur
eða mjög mjög kvefaður

föstudagur, október 03, 2008

Bless bless Héðinn

Þegar ég flutti út þá var haldið stórt partý sem má ekki tala um.... Þegar Héðinn flytur út þá var partýið aðeins minna en als ekki síðra og við fórum með það á nýjan stað....

mánudagur, september 29, 2008

Takk fyrir frábærlega skemmtilegt laugardagskvöld krakkar
þessar tala sínu máli






fleiri á facebook

mánudagur, september 22, 2008

Ef einhver er enn að lesa þetta blogg

Jæja lömbin mín
Þá er loksins komið að því
Kaffitárspartý einsog þau þekkjast best
Það verður ÞEMA já ÞEMA
og það mun vera KVIKMYNDAPERSÓNUÞEMA
Komdu klædd/ur einsog uppáhalds kvikmyndakarakterinn þinn
með mjöð í hönd og bros á vör.
Staðsetning mun vera hin alræmda Skarphéðinsgata
hægri bjalla
og eigum við ekki að segja mæting uppúr níu á laugardaginn
þá eru allir búnir að vinna og komast heim í búning
Þá er ekki annað í stöðunni en að leggjast í vídjógláp, gúggla eða skoða imdb og finna sér einhvern til að vera...
Látið orðið berast, stefni á að senda samt fax á morgun.
Úberstuðkveðja fyrir hönd Stjórnarinnar
Harpa Hrund


Tvær myndir ströndin og ég á brimbretti!

laugardagur, september 20, 2008

Töffari

Ef þessi kemur manni ekki í djammstuðið veit ég ekki hvað...



Giorgio Moroder

fimmtudagur, september 18, 2008

Eg er buin ad brimbrettast i 3 1/2 dag, er med 5 blodrur a vinstri faeti, 6 a haegri faeti, med 3 putta a sitthvori hendi plastradar, og med sar i badum lofum. En tetta er svo tess virdi! An drjoks krakkar, tetta er eitt af tvi skemmtilegasta sem eg hef gert! Og folk skemmtir ser agaetlega vid ad reyna ad bera fram nafnid mitt.
Svo skemmir tad ekki fyrir ad leidbeinendurnir eru frekar flottir! ;)

Eg kann ekki ad breyta tannig ad eg geti notad islenska stafi, en eg vona ad tid skiljid tetta!

Og eg hef sed kaffibartjonana herna nota tjoppur sem eru ekki fastar a kvarnirnar! Tad er eitthvad sem eg helt ad vaeri ekki til i tessu landi

Kvedjur ur solinni, hitanum, logninu
Hin solbrennda Heida

miðvikudagur, september 17, 2008


Ég skal sko segja ykkur það að mér leiddist sko EKKI í Lágmúlanum.... ég fann mér hluti að gera! ;)

mánudagur, september 15, 2008

Mér leiðist


Bara svona til að vera eins og allir hinir sem vinna hérna



Mér leiðist í Lágmúlanum

laugardagur, september 13, 2008

jæja Börnin góð
þá er maður víst búinn að vera að vinna hjá Kaffitár
í ÞRJÚ ár
já 13 september 2005
vann ég mína fyrstu vakt
í Þjóðminjasafninu
gaman það
er að fá mér bjór í tilefni dagsins
verð semsagt í stuði í kvöld
ef einhver annar er í stuði...

miðvikudagur, september 10, 2008

Ég sakna ykkar!



Haha, ég gat ekki annað en hugsað til ykkar þegar ég sá þessa auglýsingu í sjónvarpinu.
Vildi að þið væruð öll hérna svo við gætum fegnið okkur bjór saman - það er miklu ódýrrara að detta í það hérna en heima!

Kveðja,
Heiða í útlandinu

laugardagur, september 06, 2008

blog blog blog blog

Jæja..ég er pínu búin að gefast upp á að einhver bloggi hérna! Svo að ég akvað bara að gera það..
Þar sem ég sit hvort eð er við tölvuna að læra..
Jújú..ætli það sé nokkur maður..jah, eða kona jafn ánægð/ur með að vera byrjuð/aður í skólanum eins og ég?
Ég hef í rauninni voða lítið að segja akkúrat núna, er bara að taka mér pásu á gylfaginningu sem er alveg ágætlega vel svæfandi..
En gaman að segja frá því að ég bjó til nýjan málshátt í dag og ætla að fleyta honum hérna fram í þeirri von um að sem flestir fari að nota hann og ég fái höfundarréttarlaun (er sko að vonast eftir the big break eins og kallinn sem skrásetti shit happens...hann varð víst ríkur)
en svona hljómar hann:
Oft fara góðir hlutir til spillis.

jú, það er rétt...ég samdi málshátt sem er ekki um bjór hahaha

En ég er að velta því fyrir mér að kveðja bara að sinni með þá von í mínu fallega hjarta að þetta blog fari nú að vakna til lífsins eftir sumardvalann hahaha

aloha (oh shit ég veit ekki hvort ég var að segja hæ eða bæ!!)

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Halló!

Heiða er í nýju vinnunni sinni og það er rosa stuð hérna á göngudeild fyrir gamalt fólk með minnisglöp og fleira skemmtilegt....

Ég hélt að það yrði kannski meira að gera en svo að ég næði að skoða slúðursíður og blogga :/

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Mama I'm coming home



Þetta lag er þarna bara af einni ástæðu og sú ástæða er ekki kynþokki Ozzy Ozzbourne, onei, að honum ólöstuðum.

Ég er að hugsa til heimferðar og hlakka til að hitta ykkur í jafnsveittu partýi og sést þarna í myndbandinu. (Btw...late 80's - early 90's rokk verður sífellt skringilegra í mínum augum. Hárið, tískan, fílíngurinn. Samt bara allveg eins og klippt útúr Wayne's World myndunum.)

Veriði sæl og blessuð.
Kveðja, Sally O'Mally

laugardagur, ágúst 16, 2008

Talk Sex-Can the penis hit the baby's head?

Þá vitum við það :P

Sue Teller Mashes It Up

Jæja krakkar.... komin tími til að taka þetta old school!

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Urgh

Ég sem ætlaði að vera svo kúl og halda uppá afmælið mitt á Prikinu, en ekki virðist það ætla að ganga eftir (þeir bókuðu einhvern annann á mína dagsetningu á meðan ég beið eftir staðfestu frá þeim!)

Svo við djömmum ekki á Prikinu þegar ég held upp á mitt afmæli, kei?


Allir að taka frá laugardagskvöldið 30. ágúst - það verður eitthvað gott partý þá!

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Ný gleraugu...

Ég er að reyna að kaupa mér ný gleraugu...eða réttara sagt, ég er að reyna að finna gleraugu til að fá í afmælisgjöf. Ehem...

Það er ekki að ganga sem best, ég er búin að máta margt en ekkert gengið hingað til. Í dag eftir vinnu skellti ég mér aðra ferð í Optical studio í Smáralind og ákvað í þetta skiptið að leyfa afgreiðslustúlkunni að aðstoða mig.
Ég sagði að ég væri að leita að einhverju öðruvísi en þeim gleraugum sem að ég á og hef átt undanfarin ár. (Ég hef semsagt haldið mig við sama stíl undanfarin ár og langar að breyta til). Stelpan varð voða glöð og vildi endilega sýna mér það allta nýjasta og heitasta fyrir veturinn (ég var nú næstum búin að segja að þau yrðu samt að vera ekki of sérstök því ekki get ég keypt mér ný gleraugu fyrir hvern vetur...draumurinn sem að það væri).
Well, allavega...hún kom með nokkrar spangir og sagði mér að þær væri sjóðandi hott og væri sko alveg eins og gleraugun sem að þetta tiltekna tískumerki hefði verið með á markaði árið sextíuogeitthvað og áttatíuogeitthvað. ALVEG EINS...SKO! Well...og þau voru alveg eins...ég tók myndir af mér með öll gleraugun því ekki sé ég mig í spegli án styrkleika og well...þau fyrstu voru hræðileg...bara alveg disaster! Ég vissi það nú reyndar alveg því ekki voru þær fallegar í hendi.

Og þá er komið að tilgangi þessa pósts: Ljósmyndin var það hræðileg af mér að ég dirfist ekki að pósta henni á veraldarvefinn en ykkur til gleði og ánægju ákvað ég að rissa myndina upp og láta fylgja:
(njótið)



ny_gleraugu2.jpg - upload images with Picamatic

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Núna er ég nýkomin frá Eyjum og ég verð bara að mæla með að allir fari á Þjóðhátíð! Allavega meðan fólk er barnlaust og er alveg sátt við að vera á rassgatinu 4 kvöld í röð.

Ég er líka komin með plan fyrir næstu verslunarmannahelgi - við tökum bara gott Kaffitársdjamm í Eyjum. Eru ekki allir game eða?

Ég er samt ekki viss hvort ég sé enn þunn eða bara svona asskoti þreytt...

föstudagur, ágúst 01, 2008

Leiðinlegt með beil. Ég hefði örugglega ekki beilað - ef ég hefði verið á landinu þ.e.a.s.

En tjékkið á þessum. Hann Yuto er lítill hann er átta ára trítill...en spilar bara Ozzy Ozbourne á rafgítarinn sinn...

fimmtudagur, júlí 31, 2008

Djöfullsins BEIL er í gangi lið.....
Allir að koma í bjór í kvöld
afþví að Harpa er komin í sumarfrí
JEIJ
Prikið uppúr níu
og EKKI fara ef það er enginn kominn
ég og Kristín erum ALLTAF "fashionably late".....

miðvikudagur, júlí 30, 2008

Mér er heitt, ég er sveitt, mér leiðist hræðilega mikið og ég er alltaf að fá hiksta!

Án djóks, það er EKKERT að gera í Smáralindinni í dag, enda allir úti í góða veðrinu :(


En hey, ég fer til Eyja í nótt svo ég get bara hlakkað enn meira til þess!

mánudagur, júlí 28, 2008

Spurning dagsins...

Hafið þið einhvern tíman lennt í spurningu dagsins??
Þá er ég ekki að meina hjá mogganum haha nei nei
Heldur þegar margir spyrja sömu spurningarinnar...
í dag var spurningin frekar skemmtileg..
"Af hverju er allt lokað?"
nú vegna þess að það er ekki búið að opna ennþá!!!
ég fékk þessa spurningu sko oftar en einu sinni á stuttum hálftíma fyrir opnun í morgun..
EN gaman að segja frá því að ég á núna BLEIKA hettupeysu með kisu og slaufu myndum
ekkert smá sæt sko

föstudagur, júlí 25, 2008

Æhii...

Kolbrún: Góðan daginn

Manni: Daginn

K: Get ég aðstoðað?

M: Já, Segðu mér er þetta ferðapressukanna? (heldur á kafftár ferðapressukönnu sem hægt er að skipta um mynd í)

K: Já það er rétt

M: En þetta? (bendir á venjulegt kafftár ferðamál sem hægt er að skipta um mynd í)

K: Þetta er venjulegt götumál. Það er hægt að skipta um mynd í því...

M: Já sniðugt...Segðu mér hvernig er að freyða í þessu?

K: Freyða? ehh...Þetta er bara ferðamál. Þú getur fengið freyðara í kringlunni. Við erum með...

M: Já nei sko, ég er nú vanur að freyða bara með svona stút heima en stundum vantar mig eitthvað svona til að grípa bara með mér.

K: Já ehm...Það er ekki hægt að freyða í þessu. Þetta er bara til að ferðast með kaffi sem að þú setur í heima hjá þér eða kaupir tildæmis hjá okkur. Ferðapressukönnurnar eru...

M: Já nei nei nei, ég veit það. Ég er bara að spurja þig hvort að þú vitir hversu gott er að freyða í þessu!!

K: ehm...

M: Heyrðu gefðu mér bara einn Latte til að taka með, ég skoða þetta bara seinna.

K: Já, það gera 380 krónu takk fyrir...


Þetta var ævintýrið mitt í Lágmúla í dag...

fimmtudagur, júlí 24, 2008

setti inn myndir frá árshátíðinni inn á myspaceið mitt
já ég veit að það er milljón langt síðan
eniveis tjekk it át

þriðjudagur, júlí 22, 2008

hæ dí hó

Hæj ;)
Ég var að velta einu fyrir mér...
Var einhver sem gleymdi Kanebo gloss heima hjá mér á afmælinu mínu???
Kannski Bjarmi eða Valur??
Annars hef ég fátt að segja með viti..búin með 2 hvítvínsglös í kvöld..ég er bara on fire með þessa hvítvínsdrykkju mína
eníveis..þá ætla ég að fara að semja lag
gúdbæ

laugardagur, júlí 19, 2008

Hin fullkomni expressó



Hvað erum við að pæla!

föstudagur, júlí 18, 2008

Handpresso

Hver vill ekki nýlagaðann espresso í útilegunni!

http://youtube.com/watch?v=QbMrfUYDHyI

laugardagur, júlí 12, 2008


svona eru táslurnar mínar
í lok vinnudags á laugardegi......
am i hot or am I hot???

fimmtudagur, júlí 10, 2008

ég á ammli í dag ég á ammli í dag ég á ammli ég HAFFIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII! ég á ammli í dag! :D

Vill bara minna á ammlisparty á q bar á föstudagskvöldið uppúr níu, velkomnir sem vilja, megfjör og það verður að dansa!

Þema: Haffi (hvernig svo sem þið viljið túlka það ;P)

~Spookyo_O is OLD!

mánudagur, júlí 07, 2008

Sól sól skín á mig

Það var líka gott að setjast á Austurvöll eftir vinnu í dag i sólinni.
Takk fyrir öllarann Kolbrún
Mega verða margir svona dagar í viðbót :)
það gat þá verið
að það kæmi sól
um leið og ég fer aftur að vinna eftir frí
ekki var sól í þessa tíu daga
neeeeeeiiii það gat ekki skeð
andsk

föstudagur, júlí 04, 2008

FÖSTUDAGSFRÓÐLEIKUR !!!

júbb..klukkan er alveg að verða tólf svo að ég er á síðasta séns með fróðleikinn minn góða ;)
En þar sem ég er ekki búin að vera neitt dugleg að senda fróðleik undanfarnar vikur ákvað ég að setja bara inn nokkra mola í dag......

- Ef O2 (Millenium dome) í London væri snúið á hvolf þyrfti 3,8 milljarða lítra af BJÓR til að fylla það.
- Halleys Comet sést næst 2.061.
- Jarðskjálftinn í San Francisco 1906 jafngilti 12.000 kjarnorkusprengjum eins og varpað var á Hiroshima.
- Svín eru einu dýrin fyrir utan menn sem sólbrenna.
- Það þarf 19-27 lítra af vatni til að sturta niður úr klósetti. Ónýtt klósett getur lekið næstum 189 lítrum á dag, eða 68.000 lítrum á ári.
- Krani sem lekur 1 dropa á sekúndu, lekur 3.400 lítrum á ári.
- Þegar enginn er að bíða talar fólk að meðaltali í 90 sekúndur í almenningssíma, en þegar einhver er að bíða talar fólk hins vegar að meðaltali í 4 mínútur.

Já skemmtilegur fróðleikur þar á ferðinni..

Fyrst ég er á annað borð byrjuð á þessum skemmtilegheitum ætla ég að kynna ykkur fyrir nýja málshættinum mínum sem ég samdi í gær:
Það versnar enginn dagurinn við pylsubitann :)

Jæja, skáldið kveður og hlakkar mikið til að drekka bjór á morgun ;)

mánudagur, júní 23, 2008

Hérna er myndin spegluð...

tuska

við eigum rosa fína tusku

sem er ekki frásögufærandi
nema fyrir þetta smáatriði hér

hahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha....

sunnudagur, júní 22, 2008

WBC LIVE

Hae er a leidinni i lokadjammid.

Irland WBC
Grikkland Coffee in good Spirits (Hjørtur 4. saeti)
Astralia Latte Art
Danmørk Cup Tasters

Lovjubæ Thrallur

Allir í kaffi til Þralls

jahá þá er það komið í ljós
svo heimasíðan standi undir nafni þá ætla ég að segja smá um kaffi

Til hamingju Írland með heimsmeistarann
rosa flottur strákur verð ég að segja
kannski hann komi og dæmi hjá okkur á næsta ári
og ekki er nú langt í það þar sem heimsmeistaramótið
verður haldið í apríl.....
við þangað er það ekki
júbbíla gaman
svo er bara að fara að æfa krakkar

Harpa sem er ekki þunn ... ég lofa

föstudagur, júní 20, 2008

WBC

Fyrir ykkur kaffinördana sem er ekki í Danaveldi þá getið þið séð keppnina Live á www.worldbaristachampionship.com og svo getið þið séð hvernig honum Pálmari gékk á http://www.ustream.tv/recorded/497476 eða bara hérna:

Broadcast by Ustream.TV

Love and mega kisses, Héðinn

mánudagur, júní 16, 2008

jæja lömbin mín
þar sem það er 17 júní á morgun
fannst okkur alveg tilvalið að við myndum hittast
og gera okkur glaðan dag saman í kveld
er það ekki bara alveg brill hugmynd???
það verður semsagt heima hjá mér
vil reyndar ekki setja heimilisfangið á netið en
þið getið haft samband við mig eða
leitað að því á netinu hvar Hörður Ellert Ólafsson á heima.
já mæting svona uppúr níu, þá verður maður vonandi búin að taka til
sjáumst með sparibros á vör, hressleika í hægri og mjöð í vinstri

túrúlú

fimmtudagur, júní 12, 2008

þriðjudagur, júní 10, 2008

Sumarlagið á Fallon & Byrne

Ekkert smá gaman að syngja þetta í vinnunni

Ruby - Kaiser Chiefs

Sumarlög

Mark Ronson - Toxic

mánudagur, júní 09, 2008

Lag Sumarsins??

Jæja ógeðslega, frábæru, töff, röff, mega flottu kaffibarþjóna vinir mínir!
Hvað mynduð þið segja að væri lag/lög sumarins? Hingaðtil og áfram út sumarið?

Ég treysti á ykkur til að fullkomna sumarlagalistann minn.

Ég vil sól, ég vil sumar, ég vil ferskur kokteill sound, ég vil tvöfaldan koffínlausan Jöklakaffi með sykurlausu kókossírópsbragði sound.
Ég vil ANANAS!

Þessi eru allavega komin á listann núþegar:
Lykke Li - I'm Good, I'm Gone

MGMT - Electric Feel (Alvöru myndbandið er hér. Skemmtilega vandró en mjög flott samt.)

Snook - Längst Fram I Taxin (4 ára gamalt en ógó töff)

Ida Maria - Stella (Verð bara að hafa eitthvað norskt, fullt til af fínni norskri tónlist)


Jæja koma svo tónlistarunnendur og partýljón!
(Salvör bindindismanneskja ætlar allavega ekki að láta partýlögin fara fram hjá sér þó það verði lítið um partýin sjálf)

Lovjús and högs frá Sallíbín

sunnudagur, júní 08, 2008

það hefur enginn bloggað svo lengi

sunnudagur, júní 01, 2008

Til hamingju Ísland!
Handboltastrákarnir eru á leiðinni á Ólympíuleikana og nú eru þeir að fagna eins og litlir krakkar í Disneylandi. Þetta er svo fallegt að sjá.
Svo voru allveg þrír Ísleningar að horfá á í salnum og þeir misstu sig náttúrulega. Hefði ekki verið hissa ef þeir hefðu múnað á mannskapinn af fögnuði.

fimmtudagur, maí 29, 2008

Íbuð til leigu i Köben

Hæ hæ,

Veit einhver um einhvern sem vantar íbúð í Köben í sumar?
Vinkonur mínar eru að fara að leigja íbúðina sína í júní og júlí og vantar leigendur í lengri eða styttri tíma...

Íbúðin er í Frederiksberg, rúmgóð, tveggja herbergja og er með fullt af fínum húsgögnum:)
Matvörubúðirnar Fakta og Fötex eru beint á móti metróinu sem tekur cirka korter að labba til. Annars er strætóstöð hinum megin við götuna.
Dýragarðurinn er í fimm mínútna göngufæri og fallegur garður sem ég veit ekkert hvað heitir þar rétt hjá:)

Endilega látið mig vita ef þið vitið um einhvern sem hefði áhuga!

-Kolbrún Ýr

laugardagur, maí 24, 2008



já þetta bíður manns víst á morgun
eftir fjögurra ára "seinkunn"
en til hamingju allir hvítir kollar kaffitárs
á morgun eða á næstu dögum
það verður partý á hjá mér
eftir að Ísland vinnur júróvisjón
djók

hafið samband ef þið viljið koma
Harpa ekki lengur eilífðarstúdent;o)

föstudagur, maí 23, 2008

Eg missti af Eurovision

Hvad a thad ad thyda?

Eg missti af undanurslitum!

fimmtudagur, maí 22, 2008

Jem & the holograms eins og þið hafið aldrei séð þær!



Eyddi dágóðri stund á youtube að rifja upp æsku fyrirmyndir mínar...

Hvaða stúlkukind vildi ekki vera prúða poppstjarnan Jem?

sunnudagur, maí 18, 2008

Ég er á lífi!

En það voru fleiri en ég sem voru hressir í gær:

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Image and video hosting by TinyPic

Hendi hinum 100 myndunum inn þegar hausverkurinn hverfur...

MY MOON MY MAN



ÞÓRHALLUR

föstudagur, maí 16, 2008

HARPA!

Spagettí, spagettí, spagettí!

miðvikudagur, maí 14, 2008

þriðjudagur, maí 13, 2008

Laugardagskveldin verða aldrei söm án hennar...

föstudagur, maí 09, 2008

hvar er hvítvínið??
þegar maður þarf á því að halda





er að skrifa ritgerð
á að skila eftir...
tíu

jeij

NEI!

Ég uppgötvaði eitt alveg hræðilegt áðan - þegar Eurobandið á að stíga á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision, verð ég að vinna! Hver fer í Kringluna þegar Eurovision er í gangi?

Vill einhver aukavakt (skiptivakt) fimmtudaginn 22. maí frá 16:30-21:30?

miðvikudagur, maí 07, 2008

Alltaf fjör í smáralindinni :)

Ég vildi bara láta ykkur vita að Russel Crow Jr. er hérna as we speak =)
ég þori ekki enn að taka mynd af hönkinu..svo þið verðið bara að láta ykkur dreyma eins og ég geri hahaha

þriðjudagur, maí 06, 2008

Hverjum hefði dottið í hug að hægt væri að sakna þess að horfa á sjónvarpið? Ég hef ekki haft aðgang að almenninlegu sjónvarpi (hef bara mjög óskýrt RÚV) síðan einhverntímann í síðustu viku!

Hvað á maður þá að gera í miðjum prófum og maður er þegar búin að horfa á allt DVD safnið á heimilinu - ég er meira að segja búin að horfa veiðispólur!

Jáhm, algjörlega tilgangslaust blogg. En hey, aðeins 11 dagar í árshátíðina :D

mánudagur, maí 05, 2008

Megatöff myndband og ógeðslega flott lag! :D

We share our mother's health- The knife

laugardagur, maí 03, 2008

Tvítugur eftir átta mínútur!

Ekki bjóst ég við því að ég myndi eiga afmæli á sunnudegi :( Og það sem skrítnara er.....ég er að vinna á afmælisdeginum mínum. Og læra undir próf!!! Og klára að skrifa ritgerð um heilaröskun sem heitir prosopagnosia og lýsir sér í því að fólk getur greint andlit en getur ekki þekkt þau.....

Ég hélt samt upp á afmælið mitt í gær.

Marta litla systir mín gaf mér Einu sinni var... á DVD (pantaði spes frá Amazon.com).

Ég mun hugga mig við það í nótt milli ritgerðaskrifa...




Hugsið til mín á djamminu í nótt ;)

Svo cosmopolitan

Heiða fer á þjóðhátíð í Eyjum!

Hverjir koma með?

fimmtudagur, maí 01, 2008

Haffi er að skrifa ritgerð.....
Haffa leiddist....
Haffi fór á youtube...
Haffi dó úr hlátri:

Valur og Þrallur

erum að djamma feitt, Þrallur freeeekar fullur.



Jan TOPPAÐU ÞETTA!

miðvikudagur, apríl 30, 2008

og hver man ekki eftir þessu!!! :D



~Spookyo_O is slightly aroused

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Þú veist að þú ert búinn að drekka of mikið kaffi...

...þegar þér finnst pissubunan minna óeðlilega mikið á expressóbunurnar.

mánudagur, apríl 28, 2008

jæja... sumarið er að koma og það er komin tími til að planleggja sumarið! spurningin er!: hvar verður mesta fjörið í sumar? hvar á ég að biðja um að vinna? bankó? þjóðó? kringló? eða höfðó?

~Kaffsteinn hin 3faldi

laugardagur, apríl 26, 2008

Úrslit

Í morgun var Mjólkurlistakeppnin:

1. sæti Jónína T&K
2. sæti Barón Jan Winter
3. sæti Kata Kaffiskeið

Svo voru úrslit í Aðalkeppninni:

Besti Ex: Harpa Lágmúlaða
Besti Cap: Harpa Páls
Besti Frjálsi: Harpa Hrund
Besta Tækni: Íris Leifstuð

1. sæti: Pálmar T&K (tölum ekkert um þaaaaað)
2. sæti: Harpa hans Harðar Ljósmyndara
3. sæti: Katrín AlfaBeta
4. sæti: Kristín Höfðatorgsfrú og mamma mín
5. sæti: Íris Tæknilega
6. sæti: Valur sem talar hommalega á ensku

Jahérna og Til Hamingju Krakkar,... hverjur eru laaaaaang laaaang laaaaaang næstbestir?!

Djamm í kvöld á Hressó,... Hverjum datt það í hug?! Allavega,... Djamm á Hressó!

(by the way,... googliði Lágmúlinn,... þá koma upp 16 myndir,... sem er nú ekki frásögufærandi nema að fimm þeirra eru af mér (aðeins tvær af Hörpu))

föstudagur, apríl 25, 2008

úrslitahópur íslandsmeistaramóts kaffibarþjóna

Pálmar - Te og Kaffi
Harpa - Kaffitár
Kristín - Kaffitár
Valur - Kaffitár
Kata - Kaffitár
Íris - Kaffitár

eigum við þetta eða???

keppt verður í þessari röð.
byrjar klukkan tvö.

Íslandsmeistaramót kaffibarþjóna

ÁFRAM KAFFITÁR.....

Það voru 5 keppendur frá Kaffitári sem komust áfram Kata, Harpa, Valur, Írist og Kristín.
Jan, Kata og Aðalheiður eru að keppa í Mjólkurlistarkeppninni á morgun líka.

Allir að koma og kvetja. Úrslit verða milli 14 og 16 svo verður verðlaunaafhending kl 17

Áfram Kaffitár

miðvikudagur, apríl 23, 2008

mig hlakkar svo til að drekka bjór á laugardaginnnnnnnn......


það var ekkert fleira

mánudagur, apríl 21, 2008

Ævintýri Kaffhalls og Korgbrúnar, áttundi hluti

...yfirbugaður af Súkkheiði, ötulann talsmann súkkulaðidrykkju. Ferrer da Vinci var einmitt að fara að hrinda af stað ógnarstórri rjómasprautuherferð gegn þremenningunum þegar Súkkheiður átti leið framhjá. Það var ekkert mál fyrir hana að yfirbuga Ferrer, enda vita það allir að þeir sem drekka mikið súkkulaði eru með mikla ofurkrafta. Eftir að hafa bundið Ferrer da Vinci vel og vandlega, dró hún hann með sér inní hellinn þar sem Kaffhallur, Korgbrún og Kaffsteinn sátu að kaffidrykkju.
“Hey, sjáði hvern ég fann!”
Þau litu upp sáu Súkkheiði halda sigri hrósandi á Ferrer.
“Vá! Hver er þetta annars?”
Súkkheiður hristi hausinn yfir heimsku þeirra.
“Halló, þetta er gaurinn sem rænir alltaf rjómanum. Alltaf þegar ég þarf rjóma á súkkulaðið mitt er hann búin að kaupa allann lagerinn!”
Súkkheiður henti Ferrer da Vinci útí horn og settist hjá þremenningunum.
“Má bjóða þér kaffi?”
Kaffhallur rétti kaffikönnuna í átt að Súkkheiði, en grettan sem koma á andlit hennar sagði meira en mörg orð. Súkkheiður var nefnilega með hálfgert bráðaorfnæmi gegn kaffi, en hún gat varla hugsað sér neitt verra en expressó.

Þau eyddu nóttinni í hellinum, en um leið og birta tók fóru þau af stað aftur til að komast á fund Ingibjarganna þriggja.

laugardagur, apríl 19, 2008

mjér er alveg sama þó það verði ógó gaman í London
það er svona miklu skemmtilegra hjá mér.......





enginn bjór fyrir mig
bara fjallagrös
sítrónur
hunang
og engifer

Harpa uberhressa

þriðjudagur, apríl 15, 2008

London Beibí




Það verður svona gaman í London á Laugardaginn :)

mánudagur, apríl 14, 2008

smá uppástunga...
mig langar doltið að kaffibarþjónarnir
sem rita hjér á þessa síðu
taki sig saman og setji á laggirnar
eitt stykki myndasíðu!!!
hvað segiðið um það???
allir að grafa upp gamlar myndir
frá kaffidjömmu
og ekki kaffidjömmum
og bara einhverju skemmtilegu
sem við gerum saman
mjér datt í hug
að nota baristabarasta mæspeisið
í þetta hlutverk
þið mynduð bara senda fullt fullt
af myndum á mig
og jég myndi svo hlaða þeim inn á netið
plís komið með smá feedback á þessa humynd

ákvað að koma með þessa hugmynd hjér
en
svo líka var ég frekar hrædd
við þessa slöngukonu *hrollur*

ein hress í lokin

föstudagur, apríl 11, 2008

Nauh nú man ég hvað mig dreymdi í nótt. Engin ástarbréf að þessu sinni heldur stökkbreytt kona.

Ég var einhverstaðar að gera eitthvað...hmmm kanski í skólanum með fullt af fólki og ég sá hana. Hún stóð fyrir eitthvað alveg nýtt, einhver sem maður tók eftir enda hafði hún slöngu tungu sem hún stakk út sísvona. Held kanski að hún hafi notað tunguna til að tjá sig. Í draumnum kom liturinn grænn við sögu og hún var m.a. í vinstri grænum og borðaði bara salatblöð!

Samkvæmt draumur.is

Slanga

Slöngur og höggormar tákna oftast ómerkilega og fláráða kunningja. Að stíga ofan á slöngu merkir að þú eigir í fullu tré við óvildarmenn þína. Alverst er ef slanga vefur sig utan um þig eða bítur þig. Að dreyma slöngu á heimilinu, bendir til þess að einhver sem nærri þér stendur er með undirferli og fals.

Grænt

"Grænt er fyrst og fremst litur náttúrunnar og plönturíkisins - gróandans í mannssálinni. Hann merkir vonir og gleði, jafnvægi og samræmi, fullnægju og uppfyllingu óskanna. En um leið getur hann táknað ""græningja"" - óþroskað fólk - og ef um grænbrúnan eða óhreinan grænan lit er að ræða þá táknar hann öfundsýki, smásálarskap, hreina lygara og varasamar manneskjur."


Hmmm...þó að grænn sé litur náttúrunnar gefur slöngutungan mér ekki mikla von um að þetta stökkbreytta frík í draumnum boði mér betri tíma. Ég vissi samt ekki hvað ég átti að halda um konuna. Ég held kanski ég hafi sýnt henni skilning í draumnum. Og mér fannst mega töff að hafa slöngutungu...

Photobucket

Reyndar væri algerlega hægt að koma því í kring:

hahahahaha
var að afgreiða gaur
sem leit mjög stórt á sig
en hann var pínu lítill
og hann spurði
hvort ég væri búin að HELLA uppá latte
sem hann var að panta
svo hellti ég uppá latte fyrir hann
hahahahahaha

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Ævintýri Kaffhalls og Korgbrúnar... sjöundi hluti

...þeim er veitt eftirför. Enginn annar en Ferrer da Vinci, garðyrkjumaður Zorgons, gægist fyrir aftan hvert horn og fylgist með ferðum Kaffhalls og Korgbrúnar, vopnaður rjómasprautu hlaðinni með tveimur gashylkjum. Innan á frakkanum hans má sjá belti með öllu því nauðsynlegasta til að hindra för þeirra: heill kassi af gashylkjum, tveir bláir gashylkjahattar (til að auðvelda hleðslu), þrír lítrar af 36% rjóma og fimmtán mismunandi gerðir af stútum til að skilja eftir sig ólík listræn merki á hverju fórnarlambi. Uppáhaldsstútur Ferrers da Vinci gerði þríhyrningsmunstur.

Í kaffibrúnum helli fjarri mannabyggðum staðnæmdust Kaffhallur, Korgbrún og Kaffsteinn, KKK, til þess að svala kaffiþorsta sínum og tóku upp meðfæranlegu expressóvélina sína. Þau kveiktu líka á prímus ogsettu cappuccinokönnu ofan á.

"Pant strokka" sagði Kaffsteinn glaður í bragði.
"Æjji, þú gerðir það síðast. Ég má núna" Sagði Kaffhallur og fór í fýlu.

Korgbrún fylgdist ekkert með samtalinu því hún var of upptekin við að stara á eldinn. Annars hefði hún farið í jafn mikla fýlu og Kaffhallur, því sjálfri fannst hún ekkert skemmtilegra en að strokka mjólkina þar til freyddi upp úr.

Þannig leið kvöldið hjá KKK genginu og voru þau grunlaus um að Ferrer da Vinci var í þann mund að...

to be continued

This is a lightstudy

Photobucket

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Barón Winter

Image and video hosting by TinyPic

thíhí:)
ATH:
Næsta föstudag verður partý heima hjá mér og ykkur er öllum boðið! Mæting í Desjakór 3 uppúr 9.

Hlakka til að sjá sem flesta.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Ævintýri Kaffhalls og Korgbrúnar... Sjötti Hluti.

Á sama tíma í köldu og klakafullu neðanjarðarkaffihúsi situr Zorgon og sötrar jöklakaffi með súkkulaðihnetusnjörsbragði. Hann situr og bíður eftir Expressóbarón Winter, kviðmági og táfrænda Kaffhörpu. Winter er einn fimm riddara Kringlóttu Exspressóvélarinnar og einnig foringi þeirra (hinir eru Hertogynjan Katrín Kaffiskeið, Prins Héðinn von Greip, Lafði Mjólkurk'Anna og Malarasonurinn Valkönig)
Zorgon veit að Riddararnir eru hlutlausir í baráttu úrvalskaffibaunanna en hann ætlar samt sem áður að reyna að fá þau til liðs við sig.
Barón Winter kemur inn pantar lítinn mac og sest niður og þeir tala saman um hríð. Zorgon segir frá áformum sínum um að taka miðamerísku prinsessuna El Salvore sem gísl því hann veit að Kaffhallur og Korgbrún myndu fórna hverju sem er fyrir fresli hennar, því hún bjargaði þeim eitt sinn frá koffínleysi djúpt í regnskógum Brasilvíu. El Salvore fann þau á radarskjá og sendi Saint Bernhöftshundinn Krakatá með kaffi til þeirra í kút um hálsinn.
Barón Winter lætur ekki bugast, riddarar Kringlóttu Expressóvélarinnar trúa á guðinn Lex Ristrettó sem er guð góðs kaffibolla en riddararnir elska bæði kaffi frá Zorgon og Höfðatorgsfrúnni.

Næsta dag bruna þau Korgbrún og Kaffhallur ásamt Kaffsteini á fund hinna heilögu alvitru Ingibjarga, Ingibjörg Súkkulaðifrænka, Ingibjörg Teferrari og Ingibjörg Kaffimeistari. En þau vita ekki að

mánudagur, apríl 07, 2008

Ævintýri Kaffhalls og Korgbrúnar.... fimmti hluti.

Kaffhallur og Korgbrún brugðu sér afsíðis til að ræða málin. Þegar þau voru rétt komin inn í eldhús heyrðist þessi líka svaðalegu læti frá stofunni og þau ruku fram. Þar stóð hin ógurlega KaffHarpa, aðstoðarkona Zorgon.... Hún var bæði andlit og hægri hönd Zorgon, því enginn hafði litið hann augum. Hún stóð þarna kaffibrún og tignarleg, og í hægri hönd sér helt hún á stafnum sem gerður var úr ástríðubaunum, frá öllum löndum heimsins. Þessi stafur var notaður til þess að heilaþvo kaffibarþjónana til vinnu fyrir Zorgon. Eina ástríðubaunin sem Zorgon hafði ekki náð á sitt vald var sú íslenska. Það voru Korgbrún og Kaffhallur sem höfðu hana undir sínum verndarvæng. Það þurfti ekki meira en ásjónu hinnar miklu KaffHörpu að Korgbrún og Kaffhallur gengu til liðs við Kaffstein og Höfðatorgsfrúna. þau kölluðu á Kaffstein og Höfðatorgsfrúna, gripu íslensku ástríðubaunina, og sögðu þeim að fylgja sér út á bakvið. Þegar KaffHarpa sá í hvað stefndi lét hún dynja á þeim Lavazzakaffibaunahríð. Hún nefninlega vissi að þau voru viðkvæm fyrir vondum kaffibaunum. Þau rétt sluppu út um bakdyrnar með KaffHörpu fast á hæla sér, nú vantaði bara samastað til að ákveða næsta skref í björgun íslensku ástríðubaunarinnar.

Ævintýri Kaffhalls og Korgbrúnar...fjórði hluti

Er Höfðatorgsfrúin hafði fært sig inn í stofu sneri Kaffsteinn sér að Korgbrúnu og Kaffhalli og sagði þeim allt sem á hafði gengið. Hann sagði þeim frá hinum illa Zorgon sem hafði áætlanir að heilaþvo saklausa kaffibarþjóna og nýta þá til að sigra keppnina "ofurkaffibarþjónar heimsins" til að öðlast nægt vald til að stjórna heiminum. Kaffsteinn hafði misst systur sína og ástmann til liðs við hin illa Zorgon en hafði sjálfur sloppið og komist til seiðmannsins Bumbamba sem færði honum 5 kraftmikil vopn til að geta barist gegn hinum illa Zorgon, Þjöppu réttlætisins, Þrumugreipina, Ofurkönnuna, Töfra hræran og Síróp sannleikans. Kaffsteinn fullsvissaði Korgbrúnu og Kaffhall að saman gætu þau undir leiðsögn höfðatorgsfrúarinnar fundið styrkin til að þurrka Zorgon af andliti jarðar! Svo að lokum þagnaði hann og beið eftir svari með tárin í augunum.


to be continued....

sunnudagur, apríl 06, 2008

Ævintýri Kaffihalls og Korgbrúnar...þriðji hluti

Sjálf kaffihúsadrottningin Kristín Höfðatorgsfrú. Svo fín og svo flott í pelsinum ógurlega sem var búin til úr afar fágætum og loðnum kaffibaunapöddum.
Hún leit ögrandi niður á litlu ofurkaffibarþjónana sem stóðu stjarfir í forstofunni.
"Krakkar ég er að opna stærsta og flottasta staðinn sem hingað til hefur sést og mig vantar aðeins þá bestu í vinnu.....mig vantar ykkur í vinnu. Hvað segið þið eruð þið til í að koma með mér á spjöld sögunar með þessu kaffihúsi?" Svo gekk hún áleiðis inn í íbúðina settist niður í stofunni og beið eftir svari.



To be continued

Ævintýri Kaffhalls og Korgbrúnar... Annar Hluti

Korgbrún blótaði gestinum en fór samt til dyra.
"Klæddu þig í eitthvað" Hreytti hún að Kaffhalli, láttu ekki gestinn sjá húðflúrið. Stuttu eftir fæðingu höfðu þau verið tekin frá foreldrum sínum til að alast upp á Kaffibúgarði í Suður Papúa þar sem þau höfðu verið send í ofurkaffibarþjónaþjálfun hjá La Martazocco og mjólkurlist búgarðsins tattúveruð á hægri rasskinn Korgbrúnar og Vinstri rasskinn Kaffhalls.
Gesturinn reyndist vera gestir, vinir þeirra frá Blawan á Java, Kaffsteinn kaffiálfur og

Coffee Enema

Ég hef nú ekki fengið mörg ástarbréf um ævina, en þessi fáu hafa verið ansi smellin.

Í nótt í draumi var mér fært ástarbréf af ungum pilti í skólanum, þetta var soldið súrrealískur draumur en svo fer ég að lesa bréfið frá honum sem var nokkuð ljóðrænt. Í því stóð meðal annars(man ekki á hvaða tungumáli það var samt): ...og þegar ég sé þig á ganginum veit ég aldrei hvað ég á að gera, hvort ég eiga að tala við þig...eða bara snerta á þér brjóstin....blablabla...segðu mér hvað ég á að gera...mér líður eins og bilaðri sprautu sem vill ekki sprautast úr....blabla....

Hahaha ég bara las yfir bréfið í draumnum og horfði á vesalings ástsjúka piltinn og leið frekar asnalega...hugsiði ykkur samt...þetta var eiginlega eins og kynlífsdraumur - bara án kynlífsins!

Já það eru spennandi tímar í Noregi, þegar mesta action-ið eru ástardraumabréf! hahahah

Vonandi gátuð þið hlegið yfir þessu, annars var þetta algerlega tilgangslaust blogg sem ég ætti að skammast mín fyrir!

Ævintýri Kaffhalls og Korgbrúnar... Fyrsti Hluti

Einu sinni voru voru systkini sem hétu Kaffhallur og Korgbrún. Þau áttu margt sameiginlegt en deildu þó aðeins einum litning.
Einn morguninn þegar Korgbrún vaknaði eftir næturlanga drykkju á börum bæjarinns, uppgötvaði hún sér til mikillar skelfingar að hún fann hvergi naglaklippurnar sínar. "Kaffhallur! Hvar eru naglaklippurnar mínar? Ég verð að finna þær!" "Hvaða læti eru þetta" urgaði í Kaffhalli. Hann var allsekki hress að vakna við þessi læti því honum hafði einmitt verið að dreyma svo spennandi og erótískan draum.
"Nei í alvörunni Kaffhallur, ég verð að finna þær...ég get ekki farið útúr húsi með svona táneglur!" kjökraði Korgbrún.
"Oh ok ok ok, ég skal þá fara á fætur og hjálpa þér að leyta" rumdi í Kaffhalli. Hann dröslaði fótunum út fyrir rúmbríkina með miklum erfiðleikum og sárri eftirsjá eftir draumnum.
Í því að hann stóð á fætur hringdi dyrabjallan.

*framhald*

laugardagur, apríl 05, 2008

Þrallur þú ert með mjér í kvöld..