föstudagur, febrúar 15, 2008

Af því að það er hálft ár í afmælið mitt langar mig að rifja upp skemmtilega sumarbústaðarferð sem nokkur okkar fóru í um árið:P

Þetta var afar góð ferð, Héðinn fékk lánaðan fjölskyldu bústaðinn og var það gott og skemmtilegt...við fundum nokkur forvitnileg fjölskyldualbúm þar sem afar "spennandi" myndir mátti finna og ekki voru þær fáar af glókollinum okkar:)
Við vorum öll þunn eða ónýt á einhvern hátt við komuna og enn þunnari daginn eftir...
Þess má geta að enginn mundi eftir geisladiskum eða ipodsnúru svo við sátum uppi með "úrvalið" sem mátti finna í bústaðnum (sem allt er í eigu ömmu hans Héðins)...

meðal þess sem gerðist:


Kolbrún og Þórhallur skiptu um "sundbuxur"
Image and video hosting by TinyPic

Við fórum að sjálfsögðu í pottinn (sem var ískaldur mestallann tímann) með fínu spariglösin sem við fundum:)
Image and video hosting by TinyPic

Það var haft kampavín um hönd (og líkama)
Image and video hosting by TinyPic
Þar sem við vorum orðin leið á Celine, Bjögga og Barböru ákváðum við að hringja í Bylgjuna og fá nú eitt gott óskalag...Kolbrún var fengin í verkefnið eftir nokkur kampavínsglös og var það afar skrautlegt...þið getið giskað einu sinni á hvaða lag var beðið um...

Þórhallur var í svona líka fínum nærbuxum sem Harpa gaf honum af einskærri gæsku:
Image and video hosting by TinyPic
Stuttu síðar skallaði Þórhallur þakið á bústaðnum en ástæður þess og aðdragandi skal ekki vera rifjaður upp hér...

Daginn eftir fór Kristín á fætur og undirbjó "lítilsháttar" morgunverð *hóst*
Image and video hosting by TinyPic

Við nutum svo síðustu stundanna í bústaðnum að hlusta á yndisfögru rödd Celine...

:)

-Kolbrún Ýr

ps: tengingin við ammli mitt er að það verður haldið í sumarbústað, þemað er jogginggallar og "afslöppun" ehem...og það er pottur...og kampavin, og bylgjan og og og...u get the picture:)

ps#2: Harpa ég á eila bara myndir af brjóstunum á þér úr þessari ferð? Má ég pósta einni hér? no nipples of course:P

9 ummæli:

harp sagði...

njaaaaa veiddigggi alveg, já ef þær eru siðsamlegar, sossum ekkert sem fólk hefur víst ekki séð áður (þar vísa ég í klámstjörnupartý kaffitárs)

Þrallur sagði...

Þú hikar sko ekki við að setja júllurnar mínar á netið!

Og "sundskýluna" sem er gegnsæ,...

Nafnlaus sagði...

Ohh afhverju fer maður ekki oftar í sumarbústað með hressu fólki?

Yndislegar myndir btw

Spookyo_O sagði...

vá ég vona að allt liðið sé velkomið ;) ég gjörsamlega ELSKA sumarbústaðarparty! :D

Kolbrun Yr sagði...

Þórhallur, gersemar þínar eru ekki til að fela fyrir umheiminum! RAR!

...og auðvitað eru allir velkomnir í ammli mitt...þið hafið sko 6 mánuði til að redda ykkur fríi frá vinnu og fjölskylduánauð:P

lovjús!

Nafnlaus sagði...

Hey krakkar það vantar 3 blogg á listann! Harpa, Tumi og Haffi...ég kemst ekki inn sjálf til að breyta...

Í dag er ekki bara sunnudagur. Það er VÖFFLU sunnudagur! Ég kenni sko vöfflunum um vetrarforðann sem ég hef komið mér upp! Úff þær eru syndsamlega góðar - og svo auðvelt að skella í vöflur. Maður kaupir sko bara tilbúna uppskrift í pakka og bætir vatni og olíu við og VOILA!

Norsarar borða samt ekki vöfflur með sultu og rjóma. Heldur syltetøy og rømme...sem er sulta(ömmur segja nú stundum sultutau) og SÝRÐUR rjómi! Það var soldið skrýtið fyrst en er að fíla þetta núna. Jú og svo fá margir sér Brunost á vöffluna. Það minnti mig of mikið á mysinginn hérna forðum á leikskólanum. Borðaði yfir mig af mysingi...assjjj...

Spookyo_O sagði...

ég skil nu ekki alveg hvað þú meinar salvör mín? hvar vantar bloggin okkar? þú ert nú allavega búin að fara inná mitt blogg til að commenta þar í dag :P hmm...

harp sagði...

það vantar tengla inná þau hér á kaffiblogginu Haffi minn, en já hann Þórhallur þarf að bæta úr því takk fyrir....

Nafnlaus sagði...

Haha já sko tengla...