föstudagur, apríl 11, 2008

Nauh nú man ég hvað mig dreymdi í nótt. Engin ástarbréf að þessu sinni heldur stökkbreytt kona.

Ég var einhverstaðar að gera eitthvað...hmmm kanski í skólanum með fullt af fólki og ég sá hana. Hún stóð fyrir eitthvað alveg nýtt, einhver sem maður tók eftir enda hafði hún slöngu tungu sem hún stakk út sísvona. Held kanski að hún hafi notað tunguna til að tjá sig. Í draumnum kom liturinn grænn við sögu og hún var m.a. í vinstri grænum og borðaði bara salatblöð!

Samkvæmt draumur.is

Slanga

Slöngur og höggormar tákna oftast ómerkilega og fláráða kunningja. Að stíga ofan á slöngu merkir að þú eigir í fullu tré við óvildarmenn þína. Alverst er ef slanga vefur sig utan um þig eða bítur þig. Að dreyma slöngu á heimilinu, bendir til þess að einhver sem nærri þér stendur er með undirferli og fals.

Grænt

"Grænt er fyrst og fremst litur náttúrunnar og plönturíkisins - gróandans í mannssálinni. Hann merkir vonir og gleði, jafnvægi og samræmi, fullnægju og uppfyllingu óskanna. En um leið getur hann táknað ""græningja"" - óþroskað fólk - og ef um grænbrúnan eða óhreinan grænan lit er að ræða þá táknar hann öfundsýki, smásálarskap, hreina lygara og varasamar manneskjur."


Hmmm...þó að grænn sé litur náttúrunnar gefur slöngutungan mér ekki mikla von um að þetta stökkbreytta frík í draumnum boði mér betri tíma. Ég vissi samt ekki hvað ég átti að halda um konuna. Ég held kanski ég hafi sýnt henni skilning í draumnum. Og mér fannst mega töff að hafa slöngutungu...

Photobucket

Reyndar væri algerlega hægt að koma því í kring:

4 ummæli:

Spookyo_O sagði...

svona tunguskipting er eitthvað viðbjódslegasta sem ég veit um *gubb í kopp*

SallyBean sagði...

Já, ég get ekki allveg ímyndað mér hvað er þægilegt/sexý/aðsóknarvert við þetta....

Þrallur sagði...

Ég fæ illt í tunguna

Tumi Ferrer sagði...

Mér finnst hún sjúklega heit
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
nei bara djók ;P