Á sama tíma í köldu og klakafullu neðanjarðarkaffihúsi situr Zorgon og sötrar jöklakaffi með súkkulaðihnetusnjörsbragði. Hann situr og bíður eftir Expressóbarón Winter, kviðmági og táfrænda Kaffhörpu. Winter er einn fimm riddara Kringlóttu Exspressóvélarinnar og einnig foringi þeirra (hinir eru Hertogynjan Katrín Kaffiskeið, Prins Héðinn von Greip, Lafði Mjólkurk'Anna og Malarasonurinn Valkönig)
Zorgon veit að Riddararnir eru hlutlausir í baráttu úrvalskaffibaunanna en hann ætlar samt sem áður að reyna að fá þau til liðs við sig.
Barón Winter kemur inn pantar lítinn mac og sest niður og þeir tala saman um hríð. Zorgon segir frá áformum sínum um að taka miðamerísku prinsessuna El Salvore sem gísl því hann veit að Kaffhallur og Korgbrún myndu fórna hverju sem er fyrir fresli hennar, því hún bjargaði þeim eitt sinn frá koffínleysi djúpt í regnskógum Brasilvíu. El Salvore fann þau á radarskjá og sendi Saint Bernhöftshundinn Krakatá með kaffi til þeirra í kút um hálsinn.
Barón Winter lætur ekki bugast, riddarar Kringlóttu Expressóvélarinnar trúa á guðinn Lex Ristrettó sem er guð góðs kaffibolla en riddararnir elska bæði kaffi frá Zorgon og Höfðatorgsfrúnni.
Næsta dag bruna þau Korgbrún og Kaffhallur ásamt Kaffsteini á fund hinna heilögu alvitru Ingibjarga, Ingibjörg Súkkulaðifrænka, Ingibjörg Teferrari og Ingibjörg Kaffimeistari. En þau vita ekki að
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
OG SPENNAN MAGNAST!!!... Þetta er efni í fokking góða bók! Ég segi að við prentum þennan fjanda og gefum út! Heimsyfiráð kaffibarþjóna þarf ekki að vera draumur krakkar WE CAN DO THIS!!!! :D:D:D MWAHAHAHAHAHAHA!!!!
Vávává!
Það tístir í mér, ég skrýki af hlátri, þetta er alger snillld!
Þetta er hið heilaga svuntukver...
Kræst hvað þetta er spennó....ég er að springa....
og riddarar hringlaga expressóvélarinnar bara best
Guð ég míg næstum á mig þetta er svo fyndið...hahahahaha!
Skrifa ummæli