mánudagur, apríl 07, 2008

Ævintýri Kaffhalls og Korgbrúnar.... fimmti hluti.

Kaffhallur og Korgbrún brugðu sér afsíðis til að ræða málin. Þegar þau voru rétt komin inn í eldhús heyrðist þessi líka svaðalegu læti frá stofunni og þau ruku fram. Þar stóð hin ógurlega KaffHarpa, aðstoðarkona Zorgon.... Hún var bæði andlit og hægri hönd Zorgon, því enginn hafði litið hann augum. Hún stóð þarna kaffibrún og tignarleg, og í hægri hönd sér helt hún á stafnum sem gerður var úr ástríðubaunum, frá öllum löndum heimsins. Þessi stafur var notaður til þess að heilaþvo kaffibarþjónana til vinnu fyrir Zorgon. Eina ástríðubaunin sem Zorgon hafði ekki náð á sitt vald var sú íslenska. Það voru Korgbrún og Kaffhallur sem höfðu hana undir sínum verndarvæng. Það þurfti ekki meira en ásjónu hinnar miklu KaffHörpu að Korgbrún og Kaffhallur gengu til liðs við Kaffstein og Höfðatorgsfrúna. þau kölluðu á Kaffstein og Höfðatorgsfrúna, gripu íslensku ástríðubaunina, og sögðu þeim að fylgja sér út á bakvið. Þegar KaffHarpa sá í hvað stefndi lét hún dynja á þeim Lavazzakaffibaunahríð. Hún nefninlega vissi að þau voru viðkvæm fyrir vondum kaffibaunum. Þau rétt sluppu út um bakdyrnar með KaffHörpu fast á hæla sér, nú vantaði bara samastað til að ákveða næsta skref í björgun íslensku ástríðubaunarinnar.

5 ummæli:

harp sagði...

já KaffHarpa er svona nafn einsog
McAvoy
McCartney
og svoleiðis nöfn
fattiði

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Vá, þið erup svo steikt elsulega fólk!

Kolbrun Yr sagði...

ohh þetta er svooo skemmtilegt!

Spookyo_O sagði...

hvaða comment var fjarlægt? *forvitn*