sunnudagur, apríl 06, 2008

Ævintýri Kaffhalls og Korgbrúnar... Fyrsti Hluti

Einu sinni voru voru systkini sem hétu Kaffhallur og Korgbrún. Þau áttu margt sameiginlegt en deildu þó aðeins einum litning.
Einn morguninn þegar Korgbrún vaknaði eftir næturlanga drykkju á börum bæjarinns, uppgötvaði hún sér til mikillar skelfingar að hún fann hvergi naglaklippurnar sínar. "Kaffhallur! Hvar eru naglaklippurnar mínar? Ég verð að finna þær!" "Hvaða læti eru þetta" urgaði í Kaffhalli. Hann var allsekki hress að vakna við þessi læti því honum hafði einmitt verið að dreyma svo spennandi og erótískan draum.
"Nei í alvörunni Kaffhallur, ég verð að finna þær...ég get ekki farið útúr húsi með svona táneglur!" kjökraði Korgbrún.
"Oh ok ok ok, ég skal þá fara á fætur og hjálpa þér að leyta" rumdi í Kaffhalli. Hann dröslaði fótunum út fyrir rúmbríkina með miklum erfiðleikum og sárri eftirsjá eftir draumnum.
Í því að hann stóð á fætur hringdi dyrabjallan.

*framhald*

2 ummæli:

SallyBean sagði...

En skrýtið! Um leið og ég setti inn bloggið mitt sá ég þitt!
Við höfum verið að blogga á næstum sama tíma...

Kolbrun Yr sagði...

jám ég sá það...tvo svakalega áhugverð og spennandi blogg á sama tíma! rosalegt!