mánudagur, apríl 07, 2008

Ævintýri Kaffhalls og Korgbrúnar...fjórði hluti

Er Höfðatorgsfrúin hafði fært sig inn í stofu sneri Kaffsteinn sér að Korgbrúnu og Kaffhalli og sagði þeim allt sem á hafði gengið. Hann sagði þeim frá hinum illa Zorgon sem hafði áætlanir að heilaþvo saklausa kaffibarþjóna og nýta þá til að sigra keppnina "ofurkaffibarþjónar heimsins" til að öðlast nægt vald til að stjórna heiminum. Kaffsteinn hafði misst systur sína og ástmann til liðs við hin illa Zorgon en hafði sjálfur sloppið og komist til seiðmannsins Bumbamba sem færði honum 5 kraftmikil vopn til að geta barist gegn hinum illa Zorgon, Þjöppu réttlætisins, Þrumugreipina, Ofurkönnuna, Töfra hræran og Síróp sannleikans. Kaffsteinn fullsvissaði Korgbrúnu og Kaffhall að saman gætu þau undir leiðsögn höfðatorgsfrúarinnar fundið styrkin til að þurrka Zorgon af andliti jarðar! Svo að lokum þagnaði hann og beið eftir svari með tárin í augunum.


to be continued....

5 ummæli:

Kolbrun Yr sagði...

Sorry...Þrumugreipin? HAHAHAHAHA ég frussaði morgunmatnum mínum yfir tölvuna:P oh meeen hahahahahaha!
Djöfull er þetta að verða spennandi!
Verð samt að segja að nafnið er Kaffhallur...ekki Kaffihallur:P
ohh...þrumugreipin (svooo dirty)

kristin sagði...

Ahhhhhh......
þetta er best.....
verðum að taka þennan skecha á árshátíðinni

harp sagði...

við getum gert útvarpsleikrit, nema staðið öll á sviðinu og þóst vera ósýnileg....kannski einum of???

Kolbrun Yr sagði...

riiight...ósýnileg...ahh:P hehehe

magzterinn sagði...

Bwahahahaha þetta er snilld ;)