mánudagur, apríl 21, 2008

Ævintýri Kaffhalls og Korgbrúnar, áttundi hluti

...yfirbugaður af Súkkheiði, ötulann talsmann súkkulaðidrykkju. Ferrer da Vinci var einmitt að fara að hrinda af stað ógnarstórri rjómasprautuherferð gegn þremenningunum þegar Súkkheiður átti leið framhjá. Það var ekkert mál fyrir hana að yfirbuga Ferrer, enda vita það allir að þeir sem drekka mikið súkkulaði eru með mikla ofurkrafta. Eftir að hafa bundið Ferrer da Vinci vel og vandlega, dró hún hann með sér inní hellinn þar sem Kaffhallur, Korgbrún og Kaffsteinn sátu að kaffidrykkju.
“Hey, sjáði hvern ég fann!”
Þau litu upp sáu Súkkheiði halda sigri hrósandi á Ferrer.
“Vá! Hver er þetta annars?”
Súkkheiður hristi hausinn yfir heimsku þeirra.
“Halló, þetta er gaurinn sem rænir alltaf rjómanum. Alltaf þegar ég þarf rjóma á súkkulaðið mitt er hann búin að kaupa allann lagerinn!”
Súkkheiður henti Ferrer da Vinci útí horn og settist hjá þremenningunum.
“Má bjóða þér kaffi?”
Kaffhallur rétti kaffikönnuna í átt að Súkkheiði, en grettan sem koma á andlit hennar sagði meira en mörg orð. Súkkheiður var nefnilega með hálfgert bráðaorfnæmi gegn kaffi, en hún gat varla hugsað sér neitt verra en expressó.

Þau eyddu nóttinni í hellinum, en um leið og birta tók fóru þau af stað aftur til að komast á fund Ingibjarganna þriggja.

1 ummæli:

Þrallur sagði...

Oh súkkheiður bjargar deginum